kynningarblogg – Margrét

Ég heiti Margrét Hildur og er 18 ára gömul. Ég er búsett á Suðurlandi ásamt fjölskyldunni minni og stunda nám við fjölbrautarskóla Suðurlands.

Mér finnst svo gaman að fá að vera partur af þessum magnaða hóp.  

Áhugamálin mín eru meðal annars förðun, sjálfsást, femínismi og annað, því eiga færslurnar mínar eftir að snúast frekar mikið um þau málefni. 

Ég mun koma til með að segja ykkur frá snyrtivörum sem ég nota, sýna farðanir,skrifa um sjálfsást,sjálfstraust, og annað því tengt. 

Ég hef haft mikinn áhuga á sjálfsást (self love) alveg síðan ég lærði að elska mig eins og ég er, og eftir að ég fattaði hvað mannslíkaminn er magnaður. Einnig hef ég opnað mig mikið um jákvæða líkamsímynd á instagram.

Sjálfsmyndin okkar byrjar að þróast þegar við erum mjög ung og það er margt sem getur haft góð og slæm áhrif á hana.  Sjálfsmynd tengist því hvernig við tölum við okkur sjálf, neikvætt sjálfstal getur ýtt undir mikla vanlíðan og minnkar líkurnar á að við getum treyst okkur til að prófa eitthvað nýtt. Það er alltaf gott að minna sig reglulega á að sem manneskja þá hefur þú rétt til að elska þig eins og þú ert. Aldrei láta neikvætt sjálfstal stoppa þig!

Ég hlakka mikið til að gera fleiri færslur fyrir ykkur.
Þið getið fylgst með mér á instagram: @margrethildur_

Blog at WordPress.com.

Up ↑