Mæðra- og nýburapakki Líf styrktarfélags X RV

Komið heil og sæl!

Ég vona innilega að helgin ykkar hafi verið alveg hreint dásamleg en mín fór í að undirbúa mig fyrir komandi lokapróf í skólanum og safna orku.

Akkúrat núna erum við Arnór að klára allt í hreiðurgerðini fyrir komandi kríli og eigum lítið sem ekkert eftir af nauðsynjum fyrir stelpuna okkur ætlaðar fyrstu vikunum. Þegar það kemur að því að velja vörur vil ég helst leyfa skynsemini að ráða og velja þær vörur sem gefa mest frá sér, þar eru góðgerðarsamtök og flott framtök ofarlega á mínum forgangslista. En við rákumst á þennan frábæra Mæðra- og nýburapakka í Rekstrarvörum sem er samansettur fyrir bæði mömmuna og barnið fyrstu vikurnar eftir fæðingu barns. Hluti söluandvirði pakkans rennur svo beint til Líf styrktarfélags.

Líf styrktarfélag

Líf styrktarfélag hefur þann tilgang að bæta aðbúnað og þjónustu við konur og fjölskyldur þeirra á meðgöngu, í fæðingu og sængurlegu sem og kvenna sem þurfa umönnun vegna kvensjúkdóma.

Pakkinn er mjög veglegur og inniheldur allt sem bæði móðir og barn þurfa fyrstu vikurnar.

Pakkinn fæst hér

Ég vil hvetja lesendur okkar til þess að kaupa þennan snilldarpakka og styrkja gott málefni í leiðinni.

*þessi færsla er ekki kostuð*

Mínar nauðsynjar á meðgöngu

Sæl verið og gleðilegt sumar!

Við hjá Gydja.is erum yfir okkur spenntar fyrir komandi mánuðum og getum ekki beðið eftir að njóta sumarsins. Núna er ég gengin heilar 35 vikur á leið með stelpuna mína og langaði til þess að taka saman minni gerðina af mínum ”must have” hlutum sem hafa komið sér mjög vel á meðgönguni minni. Listinn verður stuttur í þetta skiptið en ég kann ekki við það að kaupa of marga hluti og klára kannski ekki það sem ég á, áður en ég kaupi meira.

Vitamin C Energising face mist- Body shop

Þessi andlitsúði hefur bjargað mér nánast alla meðgönguna og þá sérstaklega í byrjun þegar ég var með mestu ógleðina og leit alltaf út eins og draugur í framan haha!

Þessi andlitsúði veitir aukinn ljóma og frískar mjög vel upp á húðina. Þetta er vara sem ég efast um að ég mun einhverntíma hætta að nota, hún er einfaldlega algjör snilld hvenær sem er og hvar sem er.

Kælisprey- Natural birthing company

Þessa snilld fann ég úti í Glasgow í Boots snyrtivöruverslun en þessi snilld er tilvalin fyrir beinhimnabólgu, á lúna fætur, heitt andlit og til dæmis kælingu í sumar! Ég skelli því stundum inn í ísskáp til þess að hafa það extra kalt á kvöldin. Ég sjálf nota það mikið á fæturna áður en ég fer að sofa en ég tek þetta sprey klárlega með í fæðinguna.

Ég veit til þess að þessi vara fæst hjá cleo.is

Snoozle Snúningslak

Snoozle snúningslak

Þetta er eitthvað sem allar óléttar konur þurfa og núna er ég ekki einu sinni að grínast. Um leið og bumban mín varð orðin hæfilega nóg og stór til þess að verða pirrandi á kvöldin upp í rúmi þá bjargaði þetta lífi mínu. Lakið auðveldar mér rosalega að komast upp úr rúminu og snúa við mér en óléttar konur mega ekki sofa á bakinu eftir fyrsta þriðjunginn. Ég þríf lakið reglulega en það má skella því í þvottavélina, mæli þó ekki með því að setja það í þurrkaran vegna þess að efnið í því er svo fínt.

Bio-oil slitolía

Ég vil taka það fram að engin slit hverfa að fullu með notkun slitolía en mér finnst þessi gefa bumbuni minni og brjóstunum líka aukin raka og ljóma. Húðin mín verður alltaf silkimjúk og falleg eftir hverja notkun en ég nota hana á kvöldin og stundum eftir sturtu. Mér finnst persónulega slit vera stórkostleg og mjög falleg en ég nota þessa olíu fyrir raka og smá ”bumbudekur” með makanum á kvöldin.

Magnesium flögur í baðið og fótabaðið

Á seinni þriðjungi meðgöngunar mætti segja að ég eigi nánast heima í baðkarinu mínu þar sem ég fer í bað á hverjum einasta degi og hvíli þreyttan bumbulíkama. Dekurperrinn ég elska allt tengt slökun og þá sérstaklega baðferðirnar mínar. Þessar Magnesíum flögur hafa komið sér mjög vel síðastliðnar vikur en þær hafa slakandi áhrif á vöðvana og er mjög róandi fyrir sálina. Ég finn að minnsta kosti alltaf mun á mér eftir hverja baðferð og þá sérstaklega á kvöldin, þar sem þetta hefur hjálpað mér að sofna. Algjör snilld fyrir fótabaðið líka!

*Þessi færsla er ekki kostuð*

Takk kærlega fyrir að lesa, ég vona að þessi listi muni koma sér vel fyrir einhverjar Gyðjur þarna úti.

Þangað til næst!

Piparostakjötbollurnar sem slá í gegn

Piparostakjötbollur verða allir að prófa en það er matur sem hægt er að dunda sér við ef góður tími gefst og er það mikið gert með höndunum í þessari uppskrift. Þessa uppskrift á ég engann sérstakan höfundarrétt á en það eru til svo margar gerðir af þessari uppskrift að ég ákvað að slá til! Gaman er líka að elda þennan mat með aðstoðarkokki en þetta ferli er mjög skemmtilegt dundur og ágætis skemmtun. Það er alltaf gaman að elda góðann mat og þá sérstaklega saman ekki satt?

Fyrir 3 eða 3 fullorðna og einn lítinn maga

Eldunartími er sirka 20-30 mínútur.

  • 500gr Nautahakk
  • 1 Laukur smáskorinn/ má vera hakkaður
  • 1 stórt egg eða tvö lítil
  • Heill MS Piparostur eða bara hvernig piparostur sem er

Einnig er mjög girnilegt og gott líka að setja smá mulið Ritz-kex út í blönduna.

Myndirnar munu tala sína tungumáli en einfaldar leiðbeiningar munu vera til staðar í þessari færslu.

Ég byrja á því að sameina hakkið, piparostinn, laukinn og eggið í skál *ef Ritz kex er notað set ég það líka í skálina* . Hérna kemur handþvottur sterklega inn en mikilvægt er að vera með hanska eða mjög hreinar hendur í verkið. Það sem við gerum næst er að mauka allt saman með höndunum þangað til að blandan er orðin að skemmtilegri klessu en næsta skref er að móta kjötbollurnar með höndunum og búa til meðal stórar kúlar. Næsta skref er að steikja bollurnar á meðal háum hita á öllum hliðum en hér verður að passa að gefa bollunum sinn tíma og leyfa þeim að mótast vel. Þegar bollurnar eru búnar að steikjast á öllum hliðum færi ég þær yfir á bökunarplötu með bökunarpappír á og kem þeim vel fyrir, en næst set ég þær í bakaraofninn í 7 mín. Ofninn skal vera stilltur 170 gráður og á grill. En ég geri þetta til þess að vera alveg viss um að bollurnar eldast alveg í gegn.

Útkoman er algjört lostæti og klárlega einn uppáhalds hversdagsréttur fjölskyldunar!

Ykkar Íris

Á óskalistanum fyrir eldhúsið

Góðann daginn og gleðilegan Þriðjudag kæru lesendur

Ég og Arnór fluttum inn í okkar fyrstu íbúð um miðjan Mars mánuð og vorum nú að ljúka því að mála veggina í hjónaherberginu og í barnaherberginu í páskafríinu. Innbúið okkar er ansi lítið en við höfum ákveðið að kaupa hægt og rólega allt sem okkur vantar og langar í frá og með Júní þegar við förum í fæðingarorlof.

Þar sem eldhúsið er mitt og (Arnórs) uppáhalds rými í íbúðinni fyrir utan baðherbergið sem er minn griðarstaður, vildi ég útbúa einfaldan óskalista sem getur nýst mér vel seinna þegar kemur að því að kaupa inn og sýna þeim sem vilja gefa okkur tækifærisgjafir við hvaða tilefni sem er. Hlutirnir sem ég tók saman eru úr mismunandi verslunum og verður færslan skipt í tvennt til þess að auðvelda lesningu.

Bitz súpudiskur grey/cream

Á veturnar þykir okkur Arnóri ótrúlega notalegt að fá okkur súpur í kuldanum og þegar við nennum ekki að elda flóknar uppskriftir. Fallegar skálar gera líka matinn alltaf enn girnilegri ekki satt?

Bitz súpudiskarnir fást t.d. í Líf & list Smáralind

Bitz matardiskur svartur

Ég get bara ekki verið ein um að vera yfir mig hrifin af þessum fallegu matardiskum frá Bitz, þeir eru bara svo skemmtilegir og lekkert. Ástæðan fyrir litavalinu er einfaldleikinn en hvaða matur passar ekki við svart matarstell?

Bitz matardiskarnir fást t.d. í Líf & list Smáralind

MÖRBYLÅNGA Ikea borðstofuborð

Ef það er eitthvað sem við Arnór höfum gríðarlegan áhuga á er það skandinavískur stíll þegar kemur að húsgögnum stórum sem smáum. Við erum ótrúlega hrifin af þessu borði í eldhúsið og getum ekki beðið eftir að fá okkur þessa týpu eða svipaða eftir úrvalinu sem við eigum eftir að skoða í náinni framtíð.

Alinjo olíu/vinegar karöflu sett // Blomus

Hver er ekki hrifin af karöflum ætlaðar matarolíum í eldhúsinu? það er eitthvað við það að nota þær við eldamennskuna og dekur í eldhúsinu. Alinjo karöflur heilla mig einstaklega mikið og myndu klárlega njóta sín á eldhúsbekknum við öll tækifæri.

Varan fæst í Snúrunni

Lie Gourmet Salt með pipar & timían skarlottulauk

Þú veist að þú ert orðin fullorðin þegar krydd og sölt eru orðin tilhlökkunarefni og umræðuefni í eldhúsinu. Þetta salt á að fara vel með kjöti, fisk og pastaréttum ásamt mörgu öðru!

Þetta salt fann ég í Snúrunni

Flavo ilmkerti lavender

Að kveikja í ilmkerti í eldhúsinu eftir þrif er örugglega ein af bestu tilfinningum sem ég veit um þegar kemur að heimilisverkunum heima. Það er eitthvað við það að vera með góða lykt eftir að allt er orðið hreint og býr til ótrúlega huggulega stemmingu.

Ilmkertið fæst einnig í Snúrunni

Ofnhanski- múmínmömmu dreymir

Ég verð að viðurkenna að þegar það kemur að þessum vörum á ég erfitt með að kaupa ekki meira en ég ætla mér og nú er ég ekki að ýkja haha! Múmínmamma er án efa einn af mínum uppáhalds karakterum í þessum yndislegu seríum og finnst mér þessi ofnhanski einum of krúttlegur til þess að eiga ekki.

Ofnhanskinn fæst t.d. í Líf og list Smáralind

SPLASH karafla – Rose dust

Vatnskaraflan SPLASH frá Blomus er örugglega efst á þessum óskalista verð ég að viðurkenna. Hönnunin á karöfluni er klárlega það sem heillaði mig hvað mest þegar ég var að renna yfir úrvalið á heimasíðunni. Liturinn sem greip augað var Rose Dust en ég var líka mjög hrifin af litnum á myndini fyrir ofan.

Vatnskaraflan fæst í Snúrunni

Skjalm P marmarabakki

Verður maður ekki að eiga minnsta kosti einn svona einstakan marmarabakka eða álíka fyrir fín matarboð eða bara sem skraut inn í stofu? ég get alveg vel séð fyrir mér bera fram alls konar tapas rétti á þessum bakka og alls konar skemmtilegt. Ég er allavega klárlega alveg hugfangin af þessari vöru og get ekki beðið eftir að gera hana að nýrri viðbót í eldhúsið.

Marmarabakkinn fæst að sjálfsögðu líka í Snúrunni

*Þessi færsla er ekki kostuð*

Ykkar Íris

Pink stuff virkar það?

*Þessi færsla er ekki kostuð*

Ég tók nokkra hluti saman úr eldhúsinu í smá dekur en ég valdi tvo potta og eina pönnu úr Ikea sem hafa aldrei fengið neina sérstaka athygli þegar hefur komið að hreingerningu fyrir utan þrif eftir notkun. En þeir pottar og sú panna var keypt í Maí 2019. Það sem ég var spenntust yfir var að prófa hreingerningarefnið Pink stuff en á það má nota í þrif á vöskum, baðkörum, blöndunartækjum, gler og fleira sniðugt. Eftir að við fluttum í íbúðina okkar þá fór ég hugsa meira um umhverfisvænni hreingerningarvörur þar sem barn er á leiðinni á heimilið.

Í þessari færslu ætla ég að sýna ykkur frá þessari tilraunastarfssemi á notkun þess með fyrir og eftir myndum.

Fyrir notkun

Eftir notkun

Fyrir notkun

Eftir notkun

Fyrir notkun

Eftir notkun

Mér fannst tilraunin mjög árangursrík og ætla klárlega að halda áfram að prófa þessa vöru á aðra fleti. Ég var áður búin að prófa Scrub stone en fékk alltaf kláða í húðina á höndunum eftir að hafa notað það, en ég fann ekki fyrir því eftir Pink stuff sem ég er mjög ánægð með. Pink stuff hef ég fundið í Nettó og Húsasmiðjunni.

Tvö strik á priki og lífið breyttist

Ég sit inn í stofu og er að gæða mér á Rísegginu mínu frá Freyju á meðan ég er að skrifa þessa færslu en ég ákvað að gefa mér tíma í rólegheitunum til þess að dunda mér við hana í fríinu. Mér langaði nefnilega til þess að deila með ykkur ferðalaginu okkar mæðgna á þessari fyrstu meðgöngu minni. Hér mun ég ræða fallegu hliðarnar og líka þessar sem eru ekkert alltaf vinsælar af því jú meðgangan á alltaf að vera ”dans á rósum”.

Fyrstu

12 vikurnar

Ætli ég hafi ekki verið rúmlega gengin fimm vikur á leið þegar ég tók óléttuprófin. En ógurlega mikil ógleði ríkti yfir frá viku 6 til viku 16 á fyrsta hlutanum og byrjun annars hluta var mér líka mjög erfið. Ég gat nánast engu haldið niðri og geðheilsan mín fékk svo aldeilis að finna fyrir því á sama tíma. Tölum nú ekki um það hvað ég missti mikið úr skóla en á einhvern hátt tókst mér að ná öllu á þeirri önn og leyfi ég mér að segja að ég er mjög stolt af mér fyrir það þrátt fyrir erfiðar aðstæður!

Enn sem betur fer hvarf ógleðin fljótlega eftir viku 16 og ég gat byrjað að fara út aftur og vera innan um fólk án þess að þurfa að skreppa á klósettið á korters fresti haha! Mikil gleði ríkti þrátt fyrir það á heimilinu og endalaus spenna fyrir komandi tímum.

****

Vika 13 – 28

Annar hluti byrjaði mjög vel en þá var ógleðin farin og geðheilsan komin á betra ról. Bumban byrjaði að myndast og sterkari tengsl mynduðust þar sem ég gat einbeitt mér að því að njóta þess að vera ólétt. Ég byrjaði annan hluta á því að leita mér sálfræðiaðstoðar hjá Heilsugæslunni minni til þess að vinna úr vanlíðan minni sem kom á fyrstu 16 vikunum. Ég vil minna alla á það í leiðinni að allar óléttar konur eiga rétt á sálfræðiaðstoð hjá sinni Heilsugæslu í ferlinu og vil ég hvetja allar til þess að notfæra sér þá þjónustu.

Þegar 20 vika gekk í garð fengum við að vita kynið og héldum kynjaveislu fyrir nánustu ættingja og vini. Við létum baka fyrir okkur kynjaköku frá Bakarameistaranum en það kom í ljós að við eigum von á einni lítilli dekurdós eða stelpu.

*****

Við Arnór minn skelltum okkur líka til Glasgow í litla Babymoon eða frí áður en barnið kæmi en það kemur önnur færsla um það seinna!

Vika 29 – 40

Síðustu vikur hafa verið alveg hreint yndislegar en ég er gengin 31 viku á leið og hef notið mín hvern einansta dag á einn eða annan hátt. Ég er að vissu komin með svolítið stóra og fallega bumbu og allt orðið mun erfiðara en ég passa vel upp á mataræðið, járnið og hreyfinguna mína alla daga. Mér finnst nefnilega tíminn líða svo hratt en ætli það sé ekki bara jákvætt?

****

Dagarnir mínir snúast núna aðallega um að læra vel og undirbúa mig fyrir lokaprófin í Maí en ég tók þá ákvörðun í Desember að byrja í fjarnámi og ljúka þessari önn á þann máta. Nánast hvert kvöld fer ég í bað þar sem þau hjálpa mér að sofa betur á nóttinni og gera beinverkina sem ég fæ stundum aðeins bærilegri.

****

Takk fyrir að lesa og gleðilega páska!

Velkomin

Komið heil og sæl!

Loksins er komið að því að opna síðuna en hún er búin að vera mjög lengi í ofninum. Hugmyndin byrjaði þegar ég ákvað að ég vildi eiga heimili fyrir skrifin mín þar sem þau yrðu varðveitt á sem árángursríkastann máta. Hér munu vandaðar færslur birtast reglulega ásamt fleirum skemmtilegum komandi verkefnum.

Mama go to outfits

H&M Linen blend

Einn af fyrstu hlutunum sem mér byrjaði að hlakka til stuttu eftir að ég komst að því ég væri ólétt var að kaupa mér falleg meðgönguföt fyrir vorið sem mér gæti liðið vel í og geislað í á góðum dögum. Þessir tveir kjólar eru keyptir í H&M á Íslandi en fyrri er ekkert sérstaklega hannaður fyrir óléttar konur en passar samt fullkomlega á mig, komin rúmar þrjátíu vikur á leið! Ég mun því koma til með að nota hann þvílíkt eftir að ég verð búin að eiga.

Sumarlegur og sætur!

Kjóllinn hentar vel fyrir öll tilefni, í afmælið, á heitum sumardögum og sem fallegan léttan stússkjól. Mér finnst kjóllinn einstaklega fallegur en hann nýtur sín best á björtum dögum.

MAMA dress with smocking

Hinn fullkomni hversdagskjóll fyrir þær sem eru oft á ferðinni og vilja klæðast fögrum léttum kjól sem hentar vel í vinnuna, skólann og bara hvar sem er. Þennan kjól hef ég notað óspart en hann er gerður úr mjög teygjanlegu og þægilegu efni sem gerir það að verkum að ég er aldrei að kafna í honum undir neinum kringumstæðum. Mér þykir munstrið á kjólnum vera litríkt og mjög skemmtilegur.

Á meðgönguni skiptir máli að líða vel í eigin skinni ásamt öðrum mikilvægum þáttum. Að finna mér falleg föt sem mér finnst ég falleg í með litlu sætu bumbuna mína hefur verið mjög ofarlega á forgangslistanum mínum þegar ég ætla að huga að sjálfri mér á meðgöngunni.

*Þessi færsla er ekki kostuð*

Blog at WordPress.com.

Up ↑