Sæl verið og gleðilegt nýtt ár
Loksins er 2021 gengið í garð eftir langa bið hjá sem flestum, okkar 2020 var þó ekkert svo slæmt enda margt skemmtilegt sem átti sér stað á liðnu ári. Okkur fyrstu fasteignakaup, Erika Sól kom í heiminn og margt fleira. Ég held samt að við getum öll pottþétt verið sammála um það að vera orðin spennt fyrir því þegar aðstæður batna, ég er það að minnsta kosti. En mér langaði til þess að taka saman mín markmið fyrir 2021 og deila með ykkur. Því öllum langar að sjálfsögðu að bæta sig í ákveðnum hlutum en það er að auðvitað hbnmismunandi eftir hverjum og einum hverjar áheyrslurnar eru. Mínar eru aðallega heimilið og sparnaður.
- Skipuleggja matseðil og fara í matvörubúð einungis tvisvar í viku
- Nota umslagakerfið
- Kaupa frekar nauðsynlegar vörur í miklu magni og dreifa þannig kostnaðinum
- Endurnýta
- Kaupa minna af fötum og meira af því sem er er nauðsynlegt
- Halda áfram að skoða fyrst að kaupa notað áður en er keypt nýtt
- Tæma ísskápinn og þurrmat eftir bestu getu fyrir hverja búðarferð
- Minnka daglega notkun á bílnum eftir bestu getu.
- Halda áfram að finna umhverfisvænar og hentugar vörur fyrir heimilið
- Skipuleggja viku eftir viku