Fyrsti DIY Aðventukransinn minn

Á fyrsta í aðventu fórum við fjölskyldan í Sólbrekkurskóg að týna köngla og fallið greni. Við áttum æðislega stund saman. Mæli með að kíkja, þetta var æðisleg fjölskyldu stund.

Þessi krans er kannski ekki fullkominn en langaði að deila með ykkur ferlinu.

Heimagerður Aðventukran

1. Ég byrjaði á því að leggja grenið og könglana í volgt vatn og edik í vaskinn. Lét það liggja þar í klukkutíma. Þetta hreinsar og drepur pöddur sem geta hafa fylgt með.

2. Næst lagði ég grenið og könglana á pappír og leyfi því að þorna yfir nóttina, en núna veit ég að það er betra að nota handklæði eða viskustykki.

3. Ég gerði ekkert meira við grenið

4. Könglana setti ég í ofninn til þess að opna þá. Stillið ofninn á 200°. Leggið könglana á bakka með smjörpappír. Ég var með þá í 40 mín í ofninum. Passið að alls ekki skilja þá eftir, það þarf að fylgjast með þeim allan tíman. (ef þeir eru of lengi þá brenna þeir og getur myndast smá eldur)

5. Það þarf að leyfa könglunum að kólna í smá stund

6. Næst gerði ég hring. Ég gerði hringinn með hringspora og notaði dúkahníf til þess að skera út hring úr kassa sem ég átti. (sjá mynd að neðan)

7. Ég prufaði fyrst að raða könglum og greni á hringinn. Svo þegar ég sirka vissi hvernig ég ætlaði að raða því þá byrjaði ég að líma. Ég notaði límbyssu því að límið er sterkt og fljótt að þorna.

8. Í lokin skreytti ég með glimmer garni. Einnig er hægt að bæta við gerviberjum, perlum eða bara hvað sem er. Þá getur þú falið límið betur. Ég ætla kannski að bæta því við seinna.

Grenið eftir að liggja í vatni og edik
Könglar eftir að hafa þornað og tilbúnir að fara í ofninn
Könglar eftir að hafa verið í ofninum
Gerði hring með hringspora og skar út með dúkahníf
Ég passaði að krukkurnar pössuðu áður en ég skar hringinn út.
Notaði límbyssu til þess að líma
Kransinn tilbúin

Takk fyrir að lesa.

Ef þú ákveður að gera þinn enginn þá máttu endilega tagga mig á mynd eða senda mér á Insta.

Þangað til næst elskið ykkur og hvort annað.

Jólakveðja; Guðrún Pálína

Gullmoli: Jólin snúast um kærleik, ró og frið. Passið að gleyma ykkur ekki jólastressinu. 🤍

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s