1árs tvíburaafmæli

Alda Rós og Birta Von urðu 1árs 8.nóv.
Ég er algjörlega orðlaus hvað ég elska þessar stelpur mikið. Ég trúi ekki að það sé komið ár síðan að þessar hetjur komu með flýti, of snemma í heiminn. Þetta ár er búið að vera nánast ólýsanlegt á allan veg. Algjör rússibani frá því að við fengum að vita að við ættum von á barni (sem við fengum svo snemma að vita að væri tvö).
Öll þessi reynsla var ekkert eins og ég hafði nokkuð tíman getað ímyndað mér. Það voru margir erfiðir kaflar en á móti komu kaflar sem eru ómetanlegir, og ég elska alla þessa kafla erfiða og góða.
Hér eru nokkrar myndir úr afmælinu, við héldum smá veislu með nánstu fjölskyldu. Ákváðum að fagna nafnagjöf í leiðinni. Sem við erum ekki ennþá búin að fagna vegna Covid. Um leið og það má þá verður stór veisla!!

Ég heklaði nafnapeysur fyrir þær sem ég er mjög ánægð með.
Svo bætti ég við nokkrum myndum frá því þær voru glænýjar.


Takk allir fyrir stuðning og skilning á þessum krefjandi tímum ❤

Fína kakan sem að við keyptum hjá Terturkötu. Mæli hiklaust með.
Þær fengu að smakka smá köku, svo gaman að sjá þær dunda sér við þetta. Sé alls ekki eftir þessu. Þær fá að öðru leiti ekki sykur. (Það er rjómi í miðjunni ekki krem ;))
Mjög spennandi að fá að opna pakka sjálfar.
Birta Von í nafnapeysunni sinni sem ég heklaði. Sjá þetta bros!

Alda Rós í nafnapeysunni sinni sem ég heklaði. Get ekki þetta bros!!
Svo í lokin var myndataka. Elska þessi mest!
Fyrsta skiptið í fangi.
Fyrsta skiptið í fötum.
Saman í mömmu fangi.

Takk fyrir að lesa.

Þar til næst ekki gleyma að elska ykkur og hvort annað.

Kærleikskveðja, Guðrún Pálína

Gullmoli; njótið hverrar stundar, þau stækka svo hratt!

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s