Bragðsterkt Piparostapasta

Ef það er eitthvað sem ég fæ ekki nóg af því að elda þá væri það pasta og þá helst um helgar í hádeginu þegar ég get dundað mér við það í eldhúsinu og gefið mér allann tímann í heiminum í það. Piparostapasta er þó í miklu uppáhaldi og eru allir fjölskyldumeðlimir mínir sammála þar. Ég ákvað að prófa mig áfram í þessari einföldu uppskrift og útkoman var stórkostleg og bragðið var alveg meiriháttar gott. Sannarlega alvöru helgarmatur.

Innihaldslýsing fyrir 2

400gr af Penne pasta

1 Piparostur

4 Teskeiðar af Philadelphia sweet chilly rjómaosti

Lúkufylli af rifnum osti

2 Kjúklingabringur

1/2 pakki af Pepperóní

1 tsk salt

Ólifu olía

1 teningur kjúklingakraftur

400gr Matreiðslurjómi

Leiðbeiningar

  1. Byrjið á því að rífa piparostinn niður og setja með rjómanum í sósupott á meðalhita
  2. Skerið kjúklingabringurnar og pepperóníið í munnbita og steikið á meðalháum hita
  3. Byrjið á að setja vatn í pott í sjóðið vatnið að suðu
  4. Þegar suðan er komin upp setjið þá saltið í vatnið og örlítið af olíu í vatnið, bætið því næst pastanu í vatnið og sjóðið eftir leiðbeiningum.
  5. Bætið því næst kjúklingakraftinum, ostinum og rjómaostinum í sósuna og hrærið af og til í.
  6. Þegar pastað er tilbúið er tæmt pottinn en samt skilið eftir örlítið af pastavatninu eftir í pottinum.
  7. Svo er ölu blandað í sama pottinn og hrært vel í þ

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s