Túnfisktortilla tilvalið fyrir háskólanema

Þessi máltíð er frekar ódýr en með öllum hráefnum er þetta kannski á 1.300 krónur en svo eru alltaf afgangar af matvörunum til þess að nýta í eitthvað fleira. Þetta hentar fullkomlega sem heimagerður skyndibiti en það tekur svona 10 mínútur að gera hann og elda. Mjög fínt líka að elda í enda mánaðirins og nýta afganga í en ég á yfirleitt til Taco sósu, túnfisk og ost heima. Tvö af hráefnunum geturu einnig fryst en það er osturinn og Tortilla kökurnar, algjör snilld! Ég að minnsta kosti hika ekki við að elda þetta þegar það er ,,”ekkert til”,,

Hráefni

2 matskeiðar af Taco sósu

1 matskeið af Mayonnesi

Tvær teskeiðar af rjómaosti

Tortilla kökur

Lúkfylli af rifnum osti

Leiðbeiningar

  1. Takið allann safa úr túnfiskinum og setjið túnfiskinn í skál
  2. Bætið við Mayonnesi. Taco sósu og rjómaost
  3. Hrærið vel í þar allt er blandað vel saman
  4. dreifið á hálfa tortilluna og setjið ost ofan á blönduna
  5. Hellið svo smá steikingarolíu á meðal heita pönnu og steikið Tortilluna í hálfmána þar til tortillan verður orðin smá brún

Ég vil afsaka myndgæðin í þessari færslu en farsíminn minn gaf sig fyrir stuttu og nýr er á leiðinni til mín eftir helgar þannig fartölvumyndavélin verður að duga í þetta sinn haha!

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s