Fæðingarorlofinu mínu var rænt

Jæja, eru ekki allir hressir með nýju sóttvarnarreglurnar? Alveg frábær byrjun á helgarfríinu eða þannig..

Ég vona þó að allir hafi það gott þrátt fyrir leiðinlegt ástand og geti haft það huggulegt heima með fjölskyldu sinni yfir góðum mat og góðum stundum. Mér langaði þó að ræða aðeins fæðingarorlofið sem er heldur betur með öðru sniði að þessu sinni.

Ohh ég get ekki beðið eftir að byrja í fæðingarorlofinu og njóta

Hugsaði ég stuttu eftir að ég varð ólétt og var byrjuð að dreyma um allt það skemmtilega sem væri framundan. Allir mömmuhittingarnir, Ungbarnasundið, Mömmutímarnir og fá að gera allt það skemmtilega sem tengist fæðingarorlofinu. Þegar Covid-19 mætti í byrjun árs þá ríkti mikil óvissa og ég að sjálfsögðu einangraðist strax í Mars eins og flest allir í þjóðfélaginu. Hertar sóttvarnarreglur tóku í gildi og þá meðal annars í Heilbrigðiskerfinu. Sónarar, skoðanir í Mæðravernd og öll viðvera maka á meðgöngunni í heilbrigðiskerfinu var takmörkuð með bestu getu. Margar þurftu að vera einar upp á fæðingardeild þegar kom að fæðingu barns til lokametrana, þá mátti maki vera viðstaddur. Við Arnór vorum sem betur fer nóg og heppin til þess að fá að fara upp á Skaga og fá að fæða þar en þá gat hann verið með í öllu ferlinu.

****

Fæðingarorlofið byrjaði þó nokkuð vel fyrstu tvo mánuðina en þá var Arnór með mér heima og búið að slaka pínu á sóttvarnarreglum. En um leið og hann fór aftur að vinna einangraðist ég aftur og hélt mig yfirleitt bara heima. Það voru þó nokkur skipti sem ég komst út en yfirleitt var það bara með Arnóri og einni eða tveimur nánum vinkonum, bíó og svona. Allt félagsstarf í kringum fæðingarorlofið hóf störf sín í nokkrar vikur en fljótlega var allt fellt niður. Mér til mikilla vonbrigða því miður, hvað er þá eftir? Eingangrun að sjálfsögðu.. mömmuhittingarnir verða hér eftir næstu vikur teknir á Zoom og samskiptin fara fram á Snapchat og öðrum miðlum. Þar til ástandið lagast.

Kæra Covid-19 þú stalst fæðingarorlofinu mínu frá mér og ég vona að þú getir það ekki aftur verði ég það heppin og fæ tækifærið til annars fæðingarorlofs í framtíðini.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s