Foreldra deit og rómantík

Hæhæ mig langar að deila með ykkur nokkrum hugmyndum og gullmolum hvernig er hægt að halda í neistan í ykkar samband eftir barnsburð. Núna er ég að upplifa það í fyrsta skiptið að vera foreldri. Stelpurnar mínar eru að verða 1 árs og það er ekki langt síðan að ég og kærasti minn fórum að hugsa meira um okkur sem par aftur. Fyrstu mánuðina snérist allt um litlu krílin. En núna þegar að það er komin fín rútína þá erum við farin að finna meiri tíma fyrir okkur. Það skiptir svo miklu máli að gleyma ekki að rækta sambandið. 

Mig langar deila hugmyndum sem gætu hjálpað ykkur að fara á deit og eiga góðar stundir saman sem par. Einni smá ráð um að halda rómantíkinni á lofti. Það þarf ekki mikið og þetta skiptir öllu máli. Við skulum ekki gleyma að sýna makanum hversu mikið þú elskar hann/hana.

Hér eru nokkrar deit hugmyndir sem þarf ekki að of hugsa og plana of mikið. Barnið/börnin er ekki með núna bara ykkar tími saman.

Heimabíó: fá sent heim eða sækja skyndibita. Taka út nammið, finna góða mynd og hafa það kósý í sófanum heima meðan börnin sofa.

Ísrúnt: fá ömmu, afa eða hvern sem er til að líta eftir barninu/börnunum og þið tvö farið að fá ykkur ís og njóta í bílnum að spjalla og hlusta á tónlist.

Áhugamálakvöld: eigið kvöld saman sem þig deilið áhugamálinu ykkar með hinum. Til dæmis ef  að áhugamál maka er að vera í tölvuleikjum þá prufið þið að spila saman, eða ef áhugamálið er að mála, þá prufið þið að mála saman. 

Dekurstund: dekrið hvort annað með t.d. nuddi og maska, góðri tónlist og dansa, góðum mat eða bara hvað sem að ykkur finnst gaman að njóta í ró saman.

Sturtu/baðdeit: fara í sturtu saman eftir að börnin eru sofnuð. Slökkva ljósin, hafa kerti og tónlist. Bara njóta

Auka gullmoli: sem skiptir miklu máli finnst mér allavegana. Þegar þið farið að sofa að gefa hvort öðru knús, koss, kúra eða bara smá snertingu og segja góða nótt. Það er svo yndislega gott að fara sofa þá. 

Þegar það fæst svo tími til og þið eruð tilbuin, þá er gott að plana framm í tíman almennilegt deit. Einvað sem ykkur langar að fara og gera saman eins og tónleika, bió, út að borða, leikhús, bara hvað sem er. Líka sniðugt að prufa einhvað nýtt, ég og kærasti minn plönum að fara á fancy hótel og spa en það er einhvað sem við höfum ekki gert áður. 

Auðvitað er þetta covid-ástand í heiminum ekki að leyfa þessi hefðbundnu deit og þess vegna eru þessi ofan töldu líka góð ráð á meðan. 

Eitt svona í lokin, ég ætla mér nú ekkert að fara koma mér inn í ykkar persónulega tíma en mig langar að minna ykkur á að finna tíma allavegana einu sinni í viku til þess að njóta einhverkonar ástar saman. Ekki endilega bara það hefðbunda heldur hvað sem ykkur finnst gott að gera saman eða fyrir hvort annað. Þið vitið hvað ég er að tala um.🤍

Takk yndislegu þið fyrir að lesa. 

Þangað til næst elskið ykkur og hvort annað.

Kærleikskveðja, Guðrún Pálína 

Gullmoli:

Love is a two-way street constantly under construction-

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s