Selfcare áskorun

Klukkan er átta að kvöldi til á virkum degi og börnin kannski komin upp í rúm. Þú liggur í sófanum yfir sjónvarpinu eftir kvöldmat og reglulegu verkefni dagsins. Hvað er langt síðan þú tókst þér tíma fyrir sjálfa þig eða klukkustund í burtu frá hversdagslífinu? Mitt besta gisk væri 2 vikur. Eftir að ég varð ófrísk byrjaði ég á því að leggja það í hefð að taka mér “me time” einu sinni í viku og það skyldi enginn fá að taka frá mér. Þessi tíma er ætlaður mér og engum öðrum.

Frá síðasta selfcare kvöld

Yfirleitt læt ég renna í heitt bað og kveiki á ilmkerti þegar ég tek mér “me time” og hlusta á góðann hlaðvarpsþátt. Ef ég hef tíma lita ég líka á mér augabrúnirnar og skella á mig góðum maska. Kannski set ég á mig fótamaska og raspa á mér fæturnar og enda á rakagefandi fótakremi.

Kaffideit með sjálfri mér

Stundum fer ég líka bara á kaffihús ef að kvöldin henta ekki þá vikuna. Gott kaffi og súkkulaðibitakaka klikkar aldrei.

Göngutúrar

Ég fer líka oft í göngutúra til þess að hreinsa hugann og hlusta á hlaðvarpsþætti eða hljóðbækur. Mér finnst það mjög þægilegur tími og þá klára ég líka hreyfingu dagsins.

Munum að hlúa að okkur líka❤️

Ég skora á þig, hvað ætlar þú að gera?

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s