Dagur og rútína tvíburamömmu

Hæhæ mig langar að deila með ykkur degi í lífi okkar. Stelpurnar mínar Alda Rós og Birta Von eru 11.mánaða stuðboltar. Þær eru kraftaverkin okkar en í stuttu máli þá voru þær fæddar á 28.viku með bráðakeisara eftir áhættumeðgöngu. Þær voru á vökudeild í 3.mánuði og hafa staðið sig svo vel eftir það. Ég mun taka meira um dvöl okkar á Vökudeildinni síðar. Einnig er ég búin að gera blogg um mína meðgöngu og fæðingu. Þú getur fundið link af mínu persónulega bloggi hérna fyrir neðan, hliðina á instagram linknum. En það er komið í pásu núna í bili og ég mun bara vera að setja blogg hérna inn.

Rútínan

Ég hef alltaf verið með góða rútínu. Þó hún hefur breyst yfir mánuðina  þá hefur mér fundist virka mjög vel að hafa góða en þó sveigjanlega rútínu, sérstaklega með tvær litlar dömur. Ég vil taka það fram að þótt þær séu 11.mánaða þá eru þær fyrirburar, þær eru 8.mánaða leiðrétt þannig að við miðum við það. Fljótlega mun þessi rútína breytast því að stefnan er að fækka um 1 pela og prufa 1 lúr í staðin fyrir 2. En það verður ekki alveg strax. Það sem að helst alltaf er kl hvað þær taka lúr og fara sofa. Núna er okkar rútína sirka svona flesta daga.

Dagurinn

Þær vakna oftast milli 7 og 8, stundum fyrr stundum seinna. Þær hafa hingað til verið mjög góðar að leyfa mér að vakna og við liggjum saman í kósý eða þær í sínu rúmi að chilla í svona 30-40 mín. Eftir það þá förum við fram og þær fá pela og nýjar bleyjur og föt. 

Um 8 leitið fá þær svo morgunmat sem eru einhverskonar hafra/chiagrautur með heimagerðu  mauki, vatn að drekka og vítamín/lýsi. Þær fá líka cheerios meðan þær bíða eftir grautnum. Þær leika sér í milli tíðinni og ég fæ mér morgunmat annað hvort með þeim eða meðan  þær leika. Fyrsti lúr er kl 9:30 til sirka 10:30/11, þær sofa í ömmustólum í stofunni en það styttist í að þær þurfa að taka lúrana í nýju rúmunum sínum.

Þær fá ekki pela í fyrsta lúr en vildi sýna hvernig þær drekka pela

Eftir lúrinn fá þær pela og nýjar bleyjur. Um 12 leitið borðum við allar saman. Það er mjög missjaft hvað við fáum okkur að borða, en ég er til í að gefa hugmyndir í öðru bloggi. Eftir hádegismat þá leika þær sér sjálfar meðan ég geri það sem þarf að gera eða meðan ég sit og geri ekkert haha. Svo um 13 leitið tökum við 30 mín í skynörfunar leik(sensory play), sem eru allskonar verkefni eða leikir sem örfa skynfærin. Mjög mikilvægt fyrir börn og krakka.  

Heimagert dót.

Þær taka svo seinni lúrinn kl 14. Stundum förum við út að labba en oftast sofa þær inni. Ef  við förum út að labba þá tæki ég 40 mín í að gera okkur til að fara út og þær drekka pela í vagninum. Það er sko meira en að segja að gera tvo stuðbolta tilbúna. Þær sofa til sirka 15:30.

Eftir seinni lúrinn þá fá þær einhvað snarl að borða t.d, ávexti, kex, brauð eða plöntujógurt og auðvitað vatn með. Þær leika sér svo sjálfar á meðan ég geri það sem þarf, geng frá eftir matinn og preppa fyrir kvöldmat ef þarf. 

Um 17 kemur pabbi heim og þeim finnst alltaf svo gaman að sjá pabba sinn, það er svo sætt. Á meðan ég elda finn ég einhvað sniðugt fyrir þær að leika með eins og hversdags hluti. Kvöldmatur er oftast um 18:30 og við borðum öll saman. 

Eftir kvöldmat förum við að hátta. Tvisvar í viku er baðkvöld en aðra daga förum við í náttföt, skoðum bækur saman eða höfum það öll kósý. Kl 19:30 fá þær pela frammi í ömmustólunum og svo færum við þær upp í rúm. Við segjum góða nótt og svo förum við framm og þær sofna sjálfar.

Eftir að þær eru farnar að sofa þá hef ég tíma til þess að gera það sem mig langar eða það sem þarf að gera. Svo fer ég að sofa um 23 og næsti dagur byrjar. 

Takk fyrir að lesa vonandi hjálpar þetta þér eða bara gaman að lesa. Þar  til næst  verum góð við okkur og hvort annað. 

Gleðikveðja; Guðrún Pálína 

Gullmoli

❤þú stendur þig vel ❤

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s