Nýr líkami eftir barnsburð

Ætli þetta sé ekki ein af body positive færslum sem flokkast vonandi undir uppbyggjandi og hvetjandi lesefni? Ég ætla að minnsta kosti að vona það. Þessi færsla er þess vegna meira í persónulegri kantinum og gæti mögulega ekki verið fyrir þig ef þú ert komin með upp í kok af því að lesa um jákvæða sjón á eigin líkamsímynd og hvernig við getum tekið okkur í sátt og samlyndi eins og við erum.

Með meðgöngu kemur fæðing og með fæðingu kemur barn en með öllu ferlinu kemur í þokkabót nýr líkami. Þessar staðreyndir hef ég átt mjög erfitt með að sætta mig við síðan ég varð ólétt og eftir að ég eignaðist hana Eriku Sól mína. En einhvernveginn þurfti ég tvisvar sinnum innan við á einu ári að taka í sátt nýjann líkama sem er meira en að segja það. Ég hef nefnilega aldrei verið eitthvað mikið ósátt með líkama minn á neinn hátt eða þannig að það hafi orðið að vandamáli.

í kringum 13-16v

Þegar sjálfstraustið fór í rugl…

Okei, höfum það á hreinu að meðgangan mín byrjaði frekar illa og ég kastaði upp til viku 21 og var ég þá frekar orkulaus allan tímann sem er reyndar alveg skiljanlegt þar sem ég gat ekki haldið neinu niðri. Ég hef alltaf verið í sömu fatastærð allt mitt líf og því var ég vön því að geta bara keypt mér föt oft án þess að þurfa að máta þau en ég gerði mér auðvitað grein fyrir því að ég þyrfti að sjálfsögðu að kaupa mér öðruvísi föt þegar þá fyrst þegar ég var orðin ófrísk og byrjuð að stækka. Það var samt ekki fyrr en í Glasgow, Skotlandi sem ég áttaði mig fyrst á því að líkaminn minn væri að breytast og ”gamli” líkaminn minn kæmi líklegast aldrei aftur. Við vorum aðalega í Glasgow í svona Babymoon ferð og til þess að versla fyrir komandi barn, kannski reyna að finna föt á okkur líka. En úrvalið var þó frekar fátækt af meðgöngufötum og ég fann því miður ekkert á mig. Ég fann samt á mig föt sem ég hélt þá að myndu passa á mig en svo reyndist ekki. Við vorum komin upp í hótelherbergi þegar við ætluðum að skipta um föt til þess að fara út borða í og öllu sem fylgir því. Ég var þá búin að velja mér kjól fyrir kvöldið sem ég ætlaði að vera í en þegar ég var að fara í hann þá komst ég ekki í hann. Tilfinningin sem fylgdi þessu var frekar sjokkerandi og erfið. Ég var allt í einu raunverulega að upplifa það að vera búin að breyta um fatastærð en samt af svo eðlilegum aðstæðum og ég brotnaði ósjálfrátt niður með kjólinn órenndan. Full dramatískt en þetta var raunveruleikinn sem ég var loksins að takast á við.

20vikur
30 vikur
Eftir fæðingu

Sjálfsvinnan eftir barnsburð

Nú rúmum fjórum mánuðum eftir fæðinguna er ég ennþá að taka eigin líkama í sátt og læra að elska slitin og húðina mína upp á nýtt. Þetta er ferðalag sem mun taka tíma og mun það ferðalag líklegast varða út alla mína ævi. Líkama skal elska, virða og meta.. alltaf.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s