Líf í samkomubanni 2

Jæja, það svolítið síðan að ég skrifaði síðustu bloggfærsluna en ég hafði loksins tíma til þess að henda í eina núna. 

Þá er önnur Covid-bylgjan búin að leggjast yfir landið og virðist þessi vera stærri en sú fyrri og ég er hreinlega þreytt á þessu ástandi líkt og flestir aðrir á þessu landi. Það sem ég er að gera núna er aðallega að halda mig heima. Ég er komin í fjarnám enn á ný en ég mæti samt til vinnu þar sem ég verð að vinna mér inn pening á einhvern hátt.

Þetta ástand er langt frá því að vera auðvelt, ég kýs að hitta eins fáa og ég mögulega get til þess að forðast smithættu og ég fer lítið út úr húsi yfir höfuð. Bara við það að fara út í búð gerir mig svo óeðlilega pirraða vegna þess að það eru alls ekki nógu margir sem fara eftir sóttvarnarreglum og margir mættu taka þetta til sín. Mér finnst þetta persónulega svo einfalt og ef allir myndu fylgja þessum reglum myndi ástandið vera svo miklu auðveldara að takast á við og smitin væru ekki svona há dags daglega.

Þetta ástand tekur á andlega heilsu, ef ég á að vera alveg heiðarleg. Líkt og ég talaði um í fyrri bloggfærslu fannst mér þetta sérstaklega erfitt í vor og þess vegna held ég að þetta sé kannski aðeins skárra núna. Í vor lærði ég að vera meira með sjálfri mér og að ég þyrfti ekki að hafa stanslaust eitthvað að gera. Það er allt í lagi að slaka stundum á og jafnvel eyða heilum degi í það að glápa á einhverja þætti. Það þarf ekki alltaf að vera stanslaust áreiti alltaf, þó svo að ég sé rosalega góð í að finna mér einhver verkefni og hafa jafnvel of mikið að gera alltaf hreint, en ég reyni að slaka á þegar ég get og man eftir því.

Skipulagið mitt fór eiginlega alveg út um gluggann þegar ég fór í fjarnám og rútínan mín er bara ekki lengur til að viti. Ég er satt að segja bara hætt að reyna að halda rútínunni. Það er eitthvað frekar cozy við það að geta vaknað, klætt sig bara í eitthvað að ofan og skellt sér beint í tíma meðan maður er enn í rúminu.Svo þegar tíminn er búinn er jafnvel hægt að fara bara beint að sofa. Það sem mér finnst einnig gott við þetta er að ég hef mun meiri tíma til þess að taka til, þrífa og þvo þvott en ég hafði þegar ég var að keyra á milli bæjarhluta alla daga. Ég verð að gera það besta úr aðstæðunum ekki satt? Svona fæ ég líka meiri tíma heima yfir höfuð, það er eitthvað sem ég hafði ekki mikið áður.

Íslendingar geta stundum verið eins og lítil börn og þurfa stanslausa ertingu, þeir eiga rosalega erfitt með það að slaka almennilega á og ég viðurkenni það fúslega að ég er einmitt þannig sjálf. Ég held að til þess að halda geðheilsu sinni í þessu öllu saman er bara að reyna einblína á björtu hliðarnar, læra að vera svolítið með sjálfum sér og ekki fara eitthvert að óþarfa, það er bara almenn skynsemi.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s