Skipulag í fataskápnum

Eins og sumir vita þá keyptum við okkur okkar fyrstu eign í Febrúar og fluttum inn í enda Mars. Á þeim tíma var ég ólétt og notaði 15% af fötunum ”mínum” þannig þau föt sem ég notaði ekki á meðgöngunni fóru bara til hliðar og fataskápurinn var ekkert miðaður við gallabuxurnar mínar eða toppana mína sem voru mikið notaður áður. Núna loksins tók ég mig til og endurskipulagði í fataskápunum hjá mér. Það sem ég prófaði að gera var að skipuleggja fataskápinn minn eftir notkun og árstíðum.

Hérna var ég búin að taka allt úr skápnum nema kjólana og skyrturnar

Þarna voru fötin öll út um allt og í algjörum frumskógi þannig það tók alveg heila eilífð að finna föt fyrir daginn.

Eftir endurskipulag

Ég ákvað að sameina skyrturnar mínar, skyrtukjólinn og kósýpeysurnar mínar sem henta fyrir næstu mánuðina eða til allavega til vors. En í efstu hillunni til hægri geymi ég svo uppháar fínni buxurnar mínar sem ég fer yfirleitt í ásamt toppum eða peysum. Svo í miðju hillunni geymi ég alla svörtu bolina mína og gallabuxurnar vegna þess að það er svo easy combó þegar ég vil bara eitthvað basic og kósý outfit. Undir þeirri hillu eru tvær skúffur sem undirfötin mín eru í, sokkar, náttföt og í þeirri neðstu bolir. Að lokum sameinaði ég meðgöngufötin mín í neðstu hillunni og eitt par af hælum í hillunni til vinstri.

****

Mér finnst þetta vera mun þægilegra svona og ég sé betur hvað ég á til af fötum þegar ég er að velja mér outfit fyrir daginn, eiginlega mun betri yfirsýn á eigin úrvali en ég fann fyrir áður.

Sameining á kjólum, kápum og jökkum

Ég breytti líka hinum skápnum mínum aðeins og færði þau föt sem ég er nota ekki á hverjum degi til mín inn í herbergi í staðinn fyrir að geyma þau í fataskápnum sem við erum með á ganginum. Plássið er orðið meira í fataskápnum frammi á gangi og plássið í þessum fataskáp hjá okkur inni í svefnherbergi er svona betur nýtt. Hattarnir mínir fengu líka að koma með og fengu sinn eigin stað í hillunni fyrir ofan flíkurnar þar sem þeir fá að njóta sín betur.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s