Karríréttur í vegan útgáfu

Vegna vinsælda uppskriftarinar af Karríkjúklingaréttinum mínum þá ákvað ég að skella í vegan útgáfu af honum en hann Úlfur Leó Hagalín aðstoðaði mig heldur betur við það og hjálpaði mér að fullkomna hana fyrir þá sem kjósa að veganæsa þennan rétt. Allar þakkir fara til hans og er því þessi færsla sérstaklega tileinkuð honum í þakklætisskyni.

Innihaldslýsing

400 gr. Kíkertur/garbanzo baunir (þetta eru tæplega 2 dósir eða 200 gr. Þurrar baunir)

Krydd að eigin vali t.d. eðal-kjúklingakrydd frá pottagöldrum

2 msk Red Curry eða meira eftir smekk( ég nota alla krukkuna)

3 msk Mango Chutney eða meira eftir smekk ( ég nota líka alla krukkuna )

2 msk liquid aminos eða eftir smekk (hægt að nota soya sósu, tamari eða jafnel kaupa vegan fiskisósu sem er til í sumum asískum búðum)

Ein dós kókosmjólk

meðalstór sæt kartafla

Stór paprika

lime

Sítróna

Meðalstór Laukur

2 msk olía 

1 bolli hrísgrjón

Leiðbeiningar

Byrjið á að skera niður allt grænmetið. Ég sker paprikuna og laukinn í sneiðar en sætu kartöfluna í litla bita.

Steikið laukin og paprikuna upp úr olíu á meðalháum hita í 2-4 mínútur þá má bæta kíkertum, sætri kartöflu og kryddum við, leifa því að malla saman í um 5 mínútur.

Því næst hellið þið kókósmjólkini út á

Þegar sæt kartöflurnar eru orðnar mjúkar þá er komið að því að setja Red Curry út í og Mango Chutney, gott er að hræra vel í svo það blandast.

Ég kreysti yfirleitt allann safann úr bæði sítrónuni og limeinu í réttinn á þessu stigi.

Að lokum sýð ég hrísgrjónin eftir leiðbeiningum og set þau svo á pönnuna og hræri vel saman

Nú er rétturinn tilbúinn

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s