Það eiga allir foreldrar ungbarnaföt á krílið sem eru í meira uppáhaldi en aðrar flíkur. Sumar samfellur setur maður barnið sitt bara frekar í en aðrar og það er bara þannig. Ekki hafa áhyggjur samt, við erum líka búin að setja Eriku Sól okkar í önnur föt líka en þessi sem ég ætla að segja ykkur frá hér.

Það sem mér finnst vera alveg frábært við fötin frá Polarn O.Pyret fötin er að þau vaxa með barninu. Efnið sem þau nota í fötin sín er líka alveg einstaklega mjúkt og ef ég gæti myndi ég eiga svona líka á mig sjálfa, fötin þeirra eru það mjúk og þægileg. Mér finnst líka mjög hentugt hvað þau haldast vel í gæðum alveg sama hversu marga þvotta þau fara í gegnum.. okei, kannski ekki alveg endalausa en fötin hennar Eriku frá þeim eru búin að fara í þó nokkuð mörg skipti í gegnum þvottavélina og koma alltaf jafn mjúk og falleg til baka.


Pippi er yfirleitt þekkt fyrir frábærar og góðar taubleyjur og slefsmekki en þau eru líka með mjög fallegar ungbarnafatalínur. Ég gæti ekki talað nóg og mikið um fötin hennar Eriku frá þeim. Allt sem þau gera er út 100% lífrænum bómul og er því allt frá þeim extra mjúkt. Ég á þó eftir að kaupa taubleyjur af þeim og slefsmekki en ég get ekki beðið eftir því að kaupa meira frá þeim! fötin eru líka mjög þægilega í þvotti eins og Polarn O.Pyret fötin og þau þurrkast ekki upp eins og sum önnur föt eiga til með að gera ef þau fara í gegnum ákveðið margar þvottaferðir.
Historie obrazkowe-fotografia photo^
