Þessi kjúklingaréttur er án efa minn uppáhalds. Tengdamamma mín hefur alltaf verið mjög dugleg að gera hann og fæ ég innblásturinn að minni gerð af réttinum frá henni. Þessi réttur er alltaf mitt go-to í hvað sem er. Matarboð, bara fyrir okkur heima og í raun hvenær sem ég fæ afsökun til þess að gera hann.
Uppskrift (miðast við 4):
1 pakki frosnar kjúklingabringur (900 g)
1 piparostur
1 peli matarrjómi
1 lítill brokkolí haus
1 pakki sveppir
2 hvítlauksrif
Ostur ef vill.
Krydd eftir smekk
Aðferð:
- Steikið kjúklingabringurnar aðeins að utan (ekki elda í gegn).
- Raðið kjúklingabringunum í eldfast form og hafið til hliðar.
- Setjið rjómann í pott og bræðið ostinn saman við, fáið suðuna upp og lækkið svo niður á vægan hita. Passa að hræra vel.
- Skerið niður sveppina og brokkolíið og steikið upp úr olíu eða smjöri. Bætið svo grænmetinu við sósuna.
- Hellið sósunni og grænmetinu ofan á kjúklingabringurnar.
- Setjið inn í forhitaðan ofn á 180C á blæstri og leyfið því að vera inni í 30 – 50 mínútur. (Fer eftir stærð kjúklingabringanna).
- Ef þið viljið hafa ost, setjið hann yfir allt saman þegar helmingur er eftir af tímanum.
- Berið á borð með meðlæti að vild. Mér finnst gott að hafa hrísgrjón, ofnbakaðar-kartöflur og brauð með.