Ég fékk ekki fyrir svo löngu síðan mjög mikinn áhuga á Asískri matargerð og hef verið dugleg að prófa mig áfram í eldhúsinu með alls konar mismunandi rétti. Núna um daginn prófaði ég að blanda nokkrum hráefnum saman og útkoman var algjört æði. Rétturinn sló heldur betur í gegn á heimilinu og hann fer svo sannarlega í ”uppáhalds uppskriftirnar” flokkinn okkar. Ekki skemmir heldur hvað rétturinn er með frábærum innihaldsefnum og bráðhollu grænmeti. Ég skora á ykkur að prófa og segja mér hvað ykkur finnst, uppskriftin er nefnilega mín 😉 .
***
Karrýréttur heimilisins fyrir 3 -4
Heill pakki af kjúklingabringum
2 msk Red Curry eða meira eftir smekk( ég nota alla krukkuna)
3 msk Mango Chutney eða meira eftir smekk ( ég nota líka alla krukkuna )
2 msk Fiskisósa eða eftir smekk
Ein dós kókosmjólk
meðalstór sæt kartefla
paprika
lime
Sítróna
Laukur
1 bolli hrísgrjón
A.th. í þessari uppskrift þarf að nota djúpa pönnu.
Eldunartími er 30 mín
Leiðbeiningar
- Byrjið á að skera niður allt grænmetið. Ég skeri paprikuna og laukinn í sneiðar en sæta kartefluna í litla bita.
- Skerið kjúklingabringurnar í litla bita og kryddið eftir smekk. Skellið svo kjúklingabitunum á pönnuna og eldið upp úr olíu á meðalháum hita.
- Þegar kjúklingurinn er næstum því tilbúinn setjið þá paprikuna og laukinn út á og leyfir því að eldast í 5 mínútur.
- Því næst hellið þið kókósmjólkini út á og sætu karteflubitunum eftir á og hækkið hitann örlítið
- Þegar sæt karteflurnar eru orðnar mjúkar þá er komið að því að setja Red Curry út í og Mango Chutney, gott er að hræra vel í svo það blandast.
- Ég kreysti yfirleitt allann safann úr bæði sítrónuni og limeinu í réttinn á þessu stigi.
- Að lokum sýð ég hrísgrjónin eftir leiðbeiningum og set þau svo á pönnuna og hræri vel saman
- Nú er rétturinn tilbúinn 🙂
2 Comments