Daglegt líf og skipulag

Ég lít á sjálfa mig sem tiltölulega upptekna 17 ára stúlku. Ég er alls ekki að segja að aðrir séu eitthvað minna uppteknir en þetta er bara hvernig ég álít sjálfa mig. Ég stunda fullt nám sem oft fylgir mikil heimavinna, ég er með tvö hlutastörf og mér finnst gaman að gera stuttmyndir með vinum mínum í framleiðslufélaginu okkar, og það er mun meiri vinna en flestir gera sér grein fyrir. Bara núna í sumar gerðum við stuttmynd sem við vorum byrjuð að plana í janúar. Tökuferlið var afskaplega stutt miðað við hve langan tíma öll hin vinnan er að taka langan tíma. Eins og er er sú stuttmynd í klippiferli og áður en tökuferlið sjálft hófst var rosalega margt í gangi, til dæmis þurftum við að halda prufur fyrir leikarar og dansara, fá fólk til að sinna mismunandi hlutum á setti og í undirbúningi fyrir myndina og að sjálfsögðu þurfti að fullkomna handritið. Þetta eru bara nokkur dæmi af ótal mörgum hlutum sem þarf að gera og redda til þess að gera eina stuttmynd. 

Til þess að ég hafi tíma í þetta allt saman þarf ég að skipuleggja mig afskaplega vel, passa að viðburðir og fleira lendi ekki í stakk við annað sem ég þarf að gera. Þegar ég get reyni ég að vera lesa námsáætlanirnar mínar og gera verkefnin fram í tíma þegar ég hef lausan tíma til þess að minnka stress og hafa meiri tíma fyrir aðra hluti. Það sem er samt mikilvægast af öllu inn á milli er að hafa tíma fyrir sjálfa mig og gera eitthvað sem mér finnst skemmtilegt, annars gæti ég einfaldlega farið yfir um. 

***

Það að hafa svona mikið að gera yfir höfuð fær mig yfirleitt til þess að borða óhollari mat þar sem fljótlegur matur er yfirleitt ekki sá hollasti en til þess að forðast það finnst mér gott að reyna að vera búin að gera tilbúið nesti og mat fyrir daginn, þar sem ég fer snemma að heiman á morgnana og kem yfirleitt ekki heim fyrr en seint á kvöldin. Enn og aftur er skipulag lykilatriði.

***

Þar sem skipulagið mitt er tiltölulega strangt þá myndast rútína sem ég reyni að fylgja alla daga. Ég vakna alla morgna milli 5:30 og 6:00, fæ mér morgunmat og fer í ræktina sem opnar klukkan 6:30. Ég get ekki verið lengi í ræktinni þar sem ég þarf að leggja af stað í skólann upp úr klukkan 7:00. Þegar ég mæti í verklega tíma fer ég beint upp í skóla en ef þeir eru í fjarkennslu fer ég heim til vinar míns til þess að halda í góða rútínu og læra. Ég fer samt í að minnsta kosti einn verklegan tíma á hverjum degi svo ég þarf alltaf að mæta eitthvað upp í skóla. Skólinn er yfirleitt búinn um klukkan 16:00 á daginn. Annars vegar fer ég í vinnuna, þar sem ég vinn tvö kvöld á viku og byrja þá þar klukkan 17:30 og vinn til 22:00. Eftir vinnu þarf ég yfirleitt að sækja yngri bróður minn og keyra svo heim sem tekur í kringum 40 mínútur. Hins vegar þegar ég er ekki að vinna og þarf ekki að stússast eitthvað reyni ég að fara beint heim. Þegar ég er heima reyni ég að  gera allt til þess að létta fyrir mér þá daga sem ég er lítið heima. Tek til, þvæ þvott, geri heimavinnu ef ég get og þríf. Svo reyni ég að fara aðeins í ræktina með þennan auka tíma sem ég hef eða sund. Inn á milli reyni ég svo að sjá um sjálfa mig, þrífa andlitið, setja á mig maska og slaka bara á.

Þegar ég hef svona mikið að gera skipti mig svo miklu máli að passa upp á allt þetta svo það verði ekkert kaos og til þess að passa upp á mína eigin andlegu heilsu.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s