Ég er Pelamamma

Þegar ég skrifa þessa færslu renna tárin niður kinnarnar en það er eitthvað sem er ennþá óhjákvæmilegt hjá mér þessa stundina. Tárin mín eru full af hamingju og þungum tilfinningum sem þurfa ennþá að komast út þegar ég tjái mig um þessa ákvörðun og lífsbreytingar í lífi okkar Eriku Sólar. Áður en Erika Sól kom í heiminn var ég búin að fræða mig mjög vel og lengi um brjóstagjöf og allt tengt henni, hvernig væri best að fara að og allar þær aðferðir sem geta komið sér vel í því ferli. Ég var búin að undirbúa mig andlega fyrir þessar nýju breytingar og var tilbúin að gefa á brjóst og mér ætlaði sko að takast það alveg sama hvað. Fyrsta skiptið sem Erika tók brjóst rétt eftir að hún kom í heiminn tók hún það alveg ótrúlega vel. Tíminn leið eftir fæðinguna og brjóstagjöfin gekk alltaf eins og í sögu, það var enginn vafi þar. Samt var þessi vanlíðan alltaf föst í mér og ég botnaði ekkert í því hvers vegna hún fór ekki, enda gekk allt svo rosalega vel. Ég gaf Eriku brjóst í tvo mánuði og ætlaði aldrei að hætta en það gekk ekki hjá mér. Álagið á mér var of einum of mikið og geðheilsan mín gat ekki meira allann tímann sem Erika Sól var á brjósti. Fyrst um sinn neitaði ég þessum tilfinningum af því jú, ,,”allar konur sem geta gefið brjóst ættu að gera það alveg sama hvað,,” . Ég upplifði mikinn kvíða í hvert skipti fyrir og eftir hverja brjóstagjöf, stundum grét ég af kvíða en ég gerði það fyrst alltaf í leyni eða þegar enginn sá til.

Ég skammaðist mín fyrir að líða illa með Eriku Sól á brjósti og upplifði mig sem vonbrigði í móðurhlutverkinu eða eins og mér væri að mistakast eitthvað sem gekk samt svo vel en gekk ekki vel mín megin í brjóstagjöfinni. Það var oft sem ég kaus að gefa henni á brjóst þar sem aðrir gátu ekki séð til á meðan gjöfinni stóð, gjafirnir voru erfiðastar þegar ég þurfti að gefa henni fyrir framan annað fólk. Ég upplifði líka ófáum sinnum mörg þunglyndiseinkenni sem drógu mig til baka til þess tíma sem ég barðist við langdregið þunglyndi og mikinn kvíða. Það er ekkert gaman við það að gráta af kvíða við að gefa brjóst í hvert skipti fyrir hverja gjöf og í nánast hvert skipti eftir hverja gjöf. Þegar snjóboltinn var búinn að rúlla niður alla brekkuna og orðinn að stórum tilfinningarússíbana ákvað ég að hætta. Sama dag var ég búin að stoppa fimm sinnum á leiðinni heim með Eriku með mér í bílnum til þess að gráta af vanlíðan, ég gat ekki keyrt án þess að gráta af kvíða. Á þessum degi vissi ég að þetta væru leiðarlok okkar Eriku Sólar í brjóstagjöf.

Brjóstagjöf Eriku Sólar er nú lokið og ég get stolt sagt upphátt að henni sé lokið. Mér líður vel og Eriku líður líka vel og það er það sem skiptir mestu máli. Núna tekur við ferðalagið í átt að betri geðheilsu hjá mér næstu mánuðina og ætla ég að leggja mig fram í hundrað prósentum.

Pelamömmur eru ekkert verri en Brjóstagjafamömmur, munum það og virðum annara ákvarðanir gagnvart brjóstagjöf.

Takk fyrir að lesa

Photography by Historie obrazkowe · fotografia

Ef þú vilt fylgjast með mér á Instagram er ég þar inni og ræði raunveruleika þessara breytinga þar inni

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s