Líf í samkomubanni

Þegar samkomubannið skall á fyrir alvöru var þokkalegt sjokk sem kom yfir mig sem framhaldsskólanema í fullu námi. Ég hafði enga hugmynd hvað myndi taka við. Allir nemendur framhaldsskóla fóru yfir í fjarnám, sem í sjálfu sér ætti ekki að vera rosalega erfitt, en þar sem ég er í mörgum verklegum listnámstímum var þetta enginn dans á rósum. 

***

Það sem mér fannst erfiðast af öllu var að reyna að halda mér í rútínu. Skólinn fór einungis fram á netinu, en allir tímar voru mismunandi. Sumir kennarar notuðust við videocall, aðrir notuðust við spjöll meðan aðrir kröfðust þess ekki að þurfa að mæta á neinum sérstökum tíma, bara að við þyrftum að skila öllum verkefnum fyrir tilsettan tíma. Sem gerði það að verkum að tímarnir urðu að mörgu leyti ruglandi og dróst fljótlega úr námsmetnaðinum hjá mér og flestum öðrum framhaldsskólanemum. 

Ef ég var ekki að sinna náminu í miðju samkomubanninu, fannstu mig annað hvort sofandi eða að borða, en þó yfirleitt sofandi.

***

Samkomubannið lét mig einnig gera mér grein fyrir því hvað ég geri mikið og er lítið heima, sem var ákveðin barátta við sjálfa mig. Að vera heima allan daginn fannst mér ekki auðvelt og það sem ég held að hafi verið erfiðast við það er hversu mikið ég þurfti að vera með sjálfri mér. Það er eitthvað sem ég hef alltaf átt erfitt með, að vera ein með sjálfri mér of lengi og á því til að fylla upp allan minn tíma. En þetta ástand kenndi mér að njóta þess meira að vera með sjálfri mér og í raun elska mig meira. Ég hafði enga hugmynd hversu slæmt þetta var hjá mér fyrr en sjálfseinangrunin átti sér stað og er ég í raun örlítið þakklát fyrir að fá að kynnast sjálfri mér á þennan hátt. 

Sjálfsást er svo mikilvæg, alveg sama hversu oft mér var sagt af fjölskyldu og vinum að hugsa meira um sjálfa mig, gerði ég það aldrei í raun og veru. Það var ekki fyrr en ég virkilega þurfti á því að halda að ég gerði mér almennilega grein fyrir því.

***

Þegar allt fór að opna hægt og rólega aftur fann ég fyrir ákveðnum létti. Tilhlökkunin að byrja aftur í skólanum var komin og ég sá lokin á þessu ástandi. En svo kom það upp aftur og var á hraðri uppleið. Ég vissi að sjálfsögðu að þetta myndi aldrei bara fara, en ég bjóst ekki við svona stórum breytingum aftur. Allar reglur komu á aftur og allt í einu var Ísland komið á rauða listann. 

Ég er samt mjög þakklát fyrir það hversu vel skólar og yfirvöld eru að vinna saman núna til þess að fá nemendur aftur í skólana. Það gleður mig ótrúlega mikið. Meðan ég skrifa þessa færslu er ég að gera mig undirbúna fyrir skóladaginn á morgun með því að merkja allar möppurnar mínar og koma öllu ofan í tösku.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s