Ljúffengur indverskur grænmetisréttur

Indverskur matur og hvað þá grænmetisréttir hafa slegið aldeilis í gegn hjá okkur fjölskyldunni síðustu vikur. Ég gæti örugglega lifað á þessum endalausu réttum og þá er ég ekkert að ýkja. Þeir eru svo bragðmiklir og góðir alltaf hreint. En með þessum rétti vil ég svo sannarlega mæla með að prófa, hann er heldur ekki of sterkur bara svona rétt svo nóg og sterkur til þess að kítla bragðlaukana.

Rétturinn er mjög einfaldur og tekur um það bil 30 mín með öllu.

Það sem þarf

 • 1 Laukur skorinn í stóra bita
 • 1 Sæt kartefla
 • Hálfur poki af Spínati
 • 3 meðalstórar karteflur
 • 1 græn paprika
 • 1 haus af meðalstóru Brokkolí
 • 1 Pakki sveppir
 • 2 chilli skorin í litla bita (valfrjálst)
 • hálfur pakki af Haricot baunum
 • Cumin 2 tsk
 • Engifer 1-2 tsk eftir smekk
 • salt & pipar 1 tsk
 • Patak’s Balti (hægt að nota allar aðrar sósur í þetta líka t.d. Korma)

Aðferð

1.Ég byrja á því að undirbúa grænmetið og skera það niður en kartöflurnar sker ég í teninga áður en ég sýð þær með brokkolíinu, restin af grænmetinu bíður þar til kartöflurnar og brokkolíið er tilbúið.

2. Þegar suðan er komin upp í pottinum sýð ég kartöflurnar og brokkolíið í 5 mínútur

3. Því næst set ég restina af grænmetinu á stóra og djúpa pönnu og steiki grænmetið upp úr ólífuolíu á meðalháum hita í um það bil 7 mínútur. Þegar 7 mínútur eru liðnar bæti ég við kartöflunum og brokkolíinu við á pönnuna.

4. Sósan fer svo öll á pönnuna og er blandað saman við grænmetið.

5. Að lokum krydda ég vel með engifer, cumin og salti & pipar.

Mér finnst svo alltaf gott að borða heitt Nan brauð með smjöri ásamt þessum rétt.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s