Ég vil byrja á því að taka það framm að það virkar ekkert fyrir alla þegar kemur að ráðum eða hugmyndum en þetta sem ég mun tala um hefur nýst mér mjög vel. Núna er Erika Sól sjö vikna gömul og allt orðið örlítið einfaldara núna.
Sængurlegugráturinn, vaxtarkippirnir, svefnlausu næturnar og allt hitt er eitthvað sem ekki margar tala um, af því jú það má aldrei “kvarta”. Við kusum þetta líf og við eigum sko bara að lifa með því, sem er auðvitað alveg rétt en það má alveg þykja sumt erfitt eins og allt annað. Ég allavega get alveg sagt frá því án alls samviskubits að þetta er djöfulsins vesen þessir erfiðu hlutir sem fylgja barneignum. En hér eru mín ráð til ykkar og ég vona að einhverjir þreyttir foreldrar munu geta notið góðs af þeim.
Sturtuferðir
Farðu í sturtu og þá helst á meðan hitt foreldrið eða sá sem er að aðstoða þig með barnið tekur vaktina á meðan. Taktu góðu sápuna eða eitthvað gott body lotion til þess að nota eftir sturtuna og gefðu þér góðann tíma til þess að hugsa um þig í sturtu.
Podcast göngutúrar með barnið í vagninum
Þetta finnst mér algjör snilld og þá sérstaklega til þess að slá tvær flugur í einu höggi. Þú færð hreyfingu og nærð kannski heilum podcast þætti án truflana.
Mini 15 mín dekurkvöld
Besta leiðin til þess að dekra við sig í flýti og ná að gera allt það nauðsynlegasta haha. En ég bið kærasta minn einu sinni í viku að taka vaktina með Eriku á meðan hún sefur eða er vakandi og södd. Ég fer yfirleitt inn í baðherbergið og skelli á mig góðum maska og naglalakka mig með meiru flýtidekri á meðan maskinn er að gera sitt. Ef ég er heppin næ ég að lita og móta á mér augabrúnirnar, góð leið til þess að redda smá self care á no time!
Leggðu þig þegar tækifærið gefst
Ég veit að allir segja þetta alltaf við nýbakaða foreldra eða verðandi foreldra en guð minn hvað þetta er vanmetið!
Ein 30mín kría getur gert svo mikið fyrir mann og þá líka til þess að fá smá “pásu” frá öllu í smástund.
Baðferðir og þá helst langar
Um leið og ég mátti aftur fara í bað og nota alls konar baðolíur, búbblusápu og baðsalt skellti ég mér í klukkutíma baðferð. Mér leið svo vel að ég sofnaði næstum því af vellíðan hehe. En baðferðir gera rosalega mikið fyrir mig og ég kem svo róleg og afslöppuð til baka eftir þær.
Þetta eru mín helstu ráð sem virka best fyrir mig en munum að ekkert er allra❤️
Photography by Historie obrazkowe · fotografia
Góða helgi og takk fyrir að lesa❣️