Kannast ekki allir við það að þurfa að nýta afganga og eiga fullt af einhverju í eldhúsinu þegar mánaðarmótin nálgast?
Þegar ég byrjaði að búa rak ég mig alltaf á því fyrstu mánuðina að vera endalaust að henda mat sem var að skemmast eða gleyma mat sem ég ætti. Enn eftir að ég byrjaði að búa með Arnóri kærasta mínum fór ég að afla mér upplýsinga hvernig væri best að nýta matinn og koma í veg fyrir matarsóun sem hafði verið gríðarlegt vandamál hjá mér áður. Mér hefur fundist alveg ofboðslega skemmtilegt að elda afgangsmáltíðir og oftar en ekki er það ódýrara og talsvert umhverfisvænna. Einnig tæmir það vel eldhússkápana og ísskápin fyrir næstu búðarferð.
Ég ætla að deila með ykkur nokkrum hugmyndum að máltíðum sem hafa komið sér vel síðustu daganna í mánuðinum.
****

Tortilla pizzur- Algjör snilld að elda daginn eftir Taco kvöld og mjög skemmtilegt að setja afgangs grænmeti sem er kannski að skemmast.
Indverskur grænmetisréttur
Korma/Tikka Masala/Butter chicken sósa, grænmeti af eigin vali ég vel yfirleitt paprikur í öllum litum, tómata, brokkolí, blómkál og litla sætkartefluteninga.
Öllu þessu skelli ég á pönnu og elda upp úr sósuni
Terryaki núðlur
Áttu afgang af kjúkling,nautakjöti eða bara kannski oumph og fullt af grænmeti? Þá er þetta fullkomið fyrir þig
Terryaki núðlur eru algjör snilld til þess að henda bara einhverju í svo má nefna maísbaunum, sveppum, gulrótum og öllu mögulegu!
Súpur með heimabökuðu brauði
Afgangar eru frábærir í súpugerðir og sérstaklega er það skemmtilegt að baka sitt eigið brauð til að hafa með þeim. Ég vil mæla með Kotasælubrauðbollum! Þær eru algjört lostæti.