Fyrsti mánuðurinn

Hæhó!

Loksins loksins gafst tími til þess að skrifa hér inni. Núna er rúmur mánuður síðan stelpan mín kom í heiminn en hún lét sjá sig þann 16. Júní kl 06:13 og fæddist á HSV eða Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Það gekk frekar brösulega fyrstu vikurnar með brjóstagjöfina og fleira sem tengist þessum nýju breytingum í lífi okkar Arnórs. Svo fljótlega eftir að heimaljósmóðirin okkar útskrifaði okkur fór allt að smella, brjóstagjöfin varð betri og án alls sársauka og allt varð mun auðveldara. Það sem stendur þó mest upp úr var þessi blessaði vaxtarkippur sem kom á viku 2 og vá hvað það var krefjandi fyrir okkur foreldrana!

****

Fæðingin gekk vonum framar og allt ferlið tengt henni en ég mun koma að því betur seinna. Við getum samt fullvissað okkur um það að nýju hlutverkin eru þau bestu sem við höfum fengið og núna get ég ekki ýmindað mér lífið án þess. Það sem er sagt þegar fólk eignast barn að hjartað tvöfaldist er dagsatt nefnilega og fólk er ekkert að grínast!

****

****

Litla nærist mjög vel og þyngist rosalega vel á hverjum degi. Tekur brjóstið vel hjá mömmu sinni og elskar að kúra við það eftir hverja gjöf og kúra í pabbafangi af og til þegar mamman vil hvíla sig.

****

Það eina erfiða sem ég er búin að lenda í þó nokkuð oft eru brjóstastíflur og ein sýking í stífluna en ég hef fengið stíflu að meðaltali einu sinni í viku eftir að hún fæddist. Stíflurnar gera mig mjög veika þegar þær koma en ég hef sem betur fer oftast náð að losa þær áður en þær valda sem mestum óþægindum. Ég er þess vegna þakklát yndislegu heimaljósmóðir minni sem kenndi mér að losa vel og margt fleira tengt stíflunum. Annars ætlaði ég að hafa þessa færslu bara stutta og einlæga og segja þetta gott í bili.

takk fyrir að lesa

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s