Barnaherbergið p1

Gleðilegan Föstudag kæru lesendur. Ég vona að vikan hafi reynst ykkur vel og tækifæri hafi nýst vel til þess að ljúka verkefnum og markmiðum sem þið hafið sett ykkur. Mitt verkefni hefur þó reynst svolítið öðruvísi en hjá mörgum þessa dagana en það er að bíða eftir komandi barni, settur dagur í dag 12.06.20 pælið í því! Nú er loksins kominn tími til þess að gefa ykkur smá innsýn í barnaherbergið en það er þó ekki alveg tilbúið þar sem við ætlum að gefa okkur tíma í að dúllast aðeins í því á meðan litla daman sefur inn í hjónaherberginu í vögguni sinni.

****

Lang flestir hlutir sem við höfum valið okkur eru notaðir eða endurnýttir frá fjölskyldu okkar og vinum en við skoðuðum það alltaf fyrst áður en við keyptum allt glænýtt og vorum við mjög heppin með það þó ég segi sjálf frá. Það er líka umhverfisvænna og hagstæðara 🙂 . Allt er þó ekki notað en ég tek það alltaf fram hvað er nýtt og hvað er endurnýtt.

****

Barnarúmið

Barnarúmið kemur frá foreldrum mínum og er Bandarískt, ég veit þó ekki alveg frekari uppruna á því en mér þykir það mjög fallegt og í stíl við liti herbergisins. Í rúminu svaf ég í sem barn og var það því keypt 1997 eða 1998 ef ég er að fara með réttar upplýsingar. Himnasængina keyptum við notaða af konu á Facebook hóp sem felst út á að endurnýta og selja barnavörur. Himnasængin kemur úr Søstrene Grene og er í litnum bleikum.

Ungbarnahreiðrið keyptum við notað af vinafólki í mjög góðu standi og er það Íslensk hönnun.

****

Skiptiaðstan hluti 1

Skiptiaðstöðunni okkar er skipt í tvennt en á næstu mynd sést hluti 2 af henni. Þetta horn er þó ennþá í smá vinnslu en mun líklegast breytast á næstu vikum.

Boxin fyrir allt línið fengum við í Ikea og erum mjög sátt með þau kaup. Hvalaljósin fann ég svo í Barnaloppuni en mér finnst þau alveg ofboðslega falleg og hugguleg.

****

Skiptiaðstaðan hluti 2

Skiptiborðið fengum við gefins frá fjölskyldu okkar og er það er ótrúlega vel með farið og notalegt. Við ætlum svo að sjá hvernig þetta fyrirkomulag virkar hjá okkur að hafa sitthvorar einingarnar en annars er aldrei mikið mál að breyta hlutunum ef eitthvað hentar ekki. Búðirnar loka ekki þegar barn kemur í heiminn.

****

Málningin

Mér langaði svo til þess að deila gleðinni á málninguni sem við völdum okkur í málningardeild Byko. Við völdum litinn Lavender. Okkur fannst hann svo fallegur, hygge og hlýr litur inn í herbergið og ekki skemmir að hann passar svo fallega við himnasængina og litina í herberginu.

****

Enn sem komið er hefur ekkert mikið bæst við inn í herbergið hennar en eins og ég nefndi áðan ætlum við að klára herbergið í rólegheitunum þar sem við erum ekkert að stressa okkur með tíma. Allt gott gerist hægt og við ætlum að njóta þess í botn að gera allt á okkar hraða.

****

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s