“Bíddu bara”

Áður en ég varð ólétt þekkti ég lítið til kvenna sem hafa nýlega gengið með barn og vægast sagt ekki með grænan grun hvað ég væri komin út í. Ég var heldur ekki að fylgjast með neinum mömmum sérstaklega á samfélagsmiðlum af neinum sérstökum áhuga. En á einhvern hátt var ég búin að mynda mér ákveðnar væntingar eins og öll gerum fyrir einhverju sem við ekki þekkjum. Væntingarnar fólust í því að meðgangan mín yrði alveg hræðileg og ömurleg en samt alveg dásamleg á sama tíma en þær væntingar komu út frá reynslusögum annara kvenna og fjölmiðlum, af einhverjum ástæðum er alltaf talað meira um það slæma en það góða eða af því sem ég tók eftir.

**

Ég lýg engu þegar ég segi að meðgangan mín hafi byrjað mjög erfiðlega og voru fyrstu mánuðir hennar mér mjög strembnir og rosalega átakamiklir fyrir bæði líkama og sál. Þar sem ég náði ekki að halda neinu almennilega niðri og nærast vel í um það bil þrjá mánuði. En eftir það tímabil varð allt miklu betra hjá mér og náði ég að jafna mig að fullu fljótlega eftir að ég gat byrjað að næra mig aftur. Ég hef átt möguleikann á því að gera allt sem mig langar alla meðgönguna eftir erfiða hlutann og ég hef aldrei átt erfitt með neitt sérstakt sem margar óléttar konur eiga oft í erfiðleikum með. Stærstu vandamálin sem ég hef þurft að takast á við hingað til er smá bjúgur hér og þar og að geta ekki lengur beygt mig niður til þess að setja í uppþvottavélina og reimt skóna mína sjálf.

“En eftir það tímabil varð allt miklu betra hjá mér og náði ég að jafna mig að fullu fljótlega eftir að ég gat byrjað að næra mig aftur “

Þessi setning “Bíddu sko bara” hefur komið þó nokkuð oft upp í samræðum hjá mér og öðrum konum sem hafa verið óléttar áður eða eru óléttar líka á þeim tímapunkti þegar upp koma samræður um meðgönguna mína. Í þeim tilvikum hefur þetta komið eftir að ég tjái mig um hvað allt hefur gengið vel þegar það hefur verið spurt mig um líðan mína og svo framvegis. Engin meðganga er eins og allar erum við misjafnar. Í staðinn fyrir að heyra að eitthvað slæmt bíði mín eða þegar næsta ólétta kona byrjar að hreyta í mig að bíða sko bara eftir öllum þessum meðgöngukvillum sem allar konur eiga að fá. Afhverju ekki að samgleðjast?

Þessi ákveðni hópur kvenna er mest viðkvæmastur og það er engin undantekning hjá þeim sem eru eins og ég, konur sem fá ekki alla helstu og verstu kvillana. Afhverju á ég að bíða? vill fólk í alvörunni að meðgangan mín þurfi að vera erfið?

Samgleðjumst þeim sem gengur vel og hjálpum þeim sem við getum með besta móti sem gengur ekki vel.

Allar meðgöngur skipta máli

30 vikna bumba

.

Í dag er ég gengin 37v+4d á leið og á ekki mikið eftir af minni meðgöngu. Í hreinskilni sagt er ég mjög þakklát. Ég er þakklát fyrir að geta hreyft mig, verið með góða heilsu og að geta gert nánast það sem ég vil ennþá daginn í dag. Þetta eru hlutir sem ég mun aldrei hætta að kunna að meta í gegnum lífið og segi ég stolt frá því að ég er þakklát fyrir mína meðgöngu hvort sem hún hefði geta verið erfið eða ekki. Þetta er einstakt tækifæri sem ekki allar konur fá og það er það sem skiptir mestu máli, að fá að ganga í gegnum þetta ferli. Hættum að draga reynslur annara kvenna niður af því við fengum ekki sömu reynslu og lærum að samgleðjast upp á nýtt með góðfúslegri meðvitund.

**

Allar meðgöngur skipta máli og allar eru þær fallegar.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s