Mínar nauðsynjar á meðgöngu

Sæl verið og gleðilegt sumar!

Við hjá Gydja.is erum yfir okkur spenntar fyrir komandi mánuðum og getum ekki beðið eftir að njóta sumarsins. Núna er ég gengin heilar 35 vikur á leið með stelpuna mína og langaði til þess að taka saman minni gerðina af mínum ”must have” hlutum sem hafa komið sér mjög vel á meðgönguni minni. Listinn verður stuttur í þetta skiptið en ég kann ekki við það að kaupa of marga hluti og klára kannski ekki það sem ég á, áður en ég kaupi meira.

Vitamin C Energising face mist- Body shop

Þessi andlitsúði hefur bjargað mér nánast alla meðgönguna og þá sérstaklega í byrjun þegar ég var með mestu ógleðina og leit alltaf út eins og draugur í framan haha!

Þessi andlitsúði veitir aukinn ljóma og frískar mjög vel upp á húðina. Þetta er vara sem ég efast um að ég mun einhverntíma hætta að nota, hún er einfaldlega algjör snilld hvenær sem er og hvar sem er.

Kælisprey- Natural birthing company

Þessa snilld fann ég úti í Glasgow í Boots snyrtivöruverslun en þessi snilld er tilvalin fyrir beinhimnabólgu, á lúna fætur, heitt andlit og til dæmis kælingu í sumar! Ég skelli því stundum inn í ísskáp til þess að hafa það extra kalt á kvöldin. Ég sjálf nota það mikið á fæturna áður en ég fer að sofa en ég tek þetta sprey klárlega með í fæðinguna.

Ég veit til þess að þessi vara fæst hjá cleo.is

Snoozle Snúningslak

Snoozle snúningslak

Þetta er eitthvað sem allar óléttar konur þurfa og núna er ég ekki einu sinni að grínast. Um leið og bumban mín varð orðin hæfilega nóg og stór til þess að verða pirrandi á kvöldin upp í rúmi þá bjargaði þetta lífi mínu. Lakið auðveldar mér rosalega að komast upp úr rúminu og snúa við mér en óléttar konur mega ekki sofa á bakinu eftir fyrsta þriðjunginn. Ég þríf lakið reglulega en það má skella því í þvottavélina, mæli þó ekki með því að setja það í þurrkaran vegna þess að efnið í því er svo fínt.

Bio-oil slitolía

Ég vil taka það fram að engin slit hverfa að fullu með notkun slitolía en mér finnst þessi gefa bumbuni minni og brjóstunum líka aukin raka og ljóma. Húðin mín verður alltaf silkimjúk og falleg eftir hverja notkun en ég nota hana á kvöldin og stundum eftir sturtu. Mér finnst persónulega slit vera stórkostleg og mjög falleg en ég nota þessa olíu fyrir raka og smá ”bumbudekur” með makanum á kvöldin.

Magnesium flögur í baðið og fótabaðið

Á seinni þriðjungi meðgöngunar mætti segja að ég eigi nánast heima í baðkarinu mínu þar sem ég fer í bað á hverjum einasta degi og hvíli þreyttan bumbulíkama. Dekurperrinn ég elska allt tengt slökun og þá sérstaklega baðferðirnar mínar. Þessar Magnesíum flögur hafa komið sér mjög vel síðastliðnar vikur en þær hafa slakandi áhrif á vöðvana og er mjög róandi fyrir sálina. Ég finn að minnsta kosti alltaf mun á mér eftir hverja baðferð og þá sérstaklega á kvöldin, þar sem þetta hefur hjálpað mér að sofna. Algjör snilld fyrir fótabaðið líka!

*Þessi færsla er ekki kostuð*

Takk kærlega fyrir að lesa, ég vona að þessi listi muni koma sér vel fyrir einhverjar Gyðjur þarna úti.

Þangað til næst!

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s