Piparostakjötbollur verða allir að prófa en það er matur sem hægt er að dunda sér við ef góður tími gefst og er það mikið gert með höndunum í þessari uppskrift. Þessa uppskrift á ég engann sérstakan höfundarrétt á en það eru til svo margar gerðir af þessari uppskrift að ég ákvað að slá til! Gaman er líka að elda þennan mat með aðstoðarkokki en þetta ferli er mjög skemmtilegt dundur og ágætis skemmtun. Það er alltaf gaman að elda góðann mat og þá sérstaklega saman ekki satt?
Fyrir 3 eða 3 fullorðna og einn lítinn maga
Eldunartími er sirka 20-30 mínútur.
- 500gr Nautahakk
- 1 Laukur smáskorinn/ má vera hakkaður
- 1 stórt egg eða tvö lítil
- Heill MS Piparostur eða bara hvernig piparostur sem er
Einnig er mjög girnilegt og gott líka að setja smá mulið Ritz-kex út í blönduna.
Myndirnar munu tala sína tungumáli en einfaldar leiðbeiningar munu vera til staðar í þessari færslu.

Ég byrja á því að sameina hakkið, piparostinn, laukinn og eggið í skál *ef Ritz kex er notað set ég það líka í skálina* . Hérna kemur handþvottur sterklega inn en mikilvægt er að vera með hanska eða mjög hreinar hendur í verkið. Það sem við gerum næst er að mauka allt saman með höndunum þangað til að blandan er orðin að skemmtilegri klessu en næsta skref er að móta kjötbollurnar með höndunum og búa til meðal stórar kúlar. Næsta skref er að steikja bollurnar á meðal háum hita á öllum hliðum en hér verður að passa að gefa bollunum sinn tíma og leyfa þeim að mótast vel. Þegar bollurnar eru búnar að steikjast á öllum hliðum færi ég þær yfir á bökunarplötu með bökunarpappír á og kem þeim vel fyrir, en næst set ég þær í bakaraofninn í 7 mín. Ofninn skal vera stilltur 170 gráður og á grill. En ég geri þetta til þess að vera alveg viss um að bollurnar eldast alveg í gegn.
Útkoman er algjört lostæti og klárlega einn uppáhalds hversdagsréttur fjölskyldunar!
Ykkar Íris