Á óskalistanum fyrir eldhúsið

Góðann daginn og gleðilegan Þriðjudag kæru lesendur

Ég og Arnór fluttum inn í okkar fyrstu íbúð um miðjan Mars mánuð og vorum nú að ljúka því að mála veggina í hjónaherberginu og í barnaherberginu í páskafríinu. Innbúið okkar er ansi lítið en við höfum ákveðið að kaupa hægt og rólega allt sem okkur vantar og langar í frá og með Júní þegar við förum í fæðingarorlof.

Þar sem eldhúsið er mitt og (Arnórs) uppáhalds rými í íbúðinni fyrir utan baðherbergið sem er minn griðarstaður, vildi ég útbúa einfaldan óskalista sem getur nýst mér vel seinna þegar kemur að því að kaupa inn og sýna þeim sem vilja gefa okkur tækifærisgjafir við hvaða tilefni sem er. Hlutirnir sem ég tók saman eru úr mismunandi verslunum og verður færslan skipt í tvennt til þess að auðvelda lesningu.

Bitz súpudiskur grey/cream

Á veturnar þykir okkur Arnóri ótrúlega notalegt að fá okkur súpur í kuldanum og þegar við nennum ekki að elda flóknar uppskriftir. Fallegar skálar gera líka matinn alltaf enn girnilegri ekki satt?

Bitz súpudiskarnir fást t.d. í Líf & list Smáralind

Bitz matardiskur svartur

Ég get bara ekki verið ein um að vera yfir mig hrifin af þessum fallegu matardiskum frá Bitz, þeir eru bara svo skemmtilegir og lekkert. Ástæðan fyrir litavalinu er einfaldleikinn en hvaða matur passar ekki við svart matarstell?

Bitz matardiskarnir fást t.d. í Líf & list Smáralind

MÖRBYLÅNGA Ikea borðstofuborð

Ef það er eitthvað sem við Arnór höfum gríðarlegan áhuga á er það skandinavískur stíll þegar kemur að húsgögnum stórum sem smáum. Við erum ótrúlega hrifin af þessu borði í eldhúsið og getum ekki beðið eftir að fá okkur þessa týpu eða svipaða eftir úrvalinu sem við eigum eftir að skoða í náinni framtíð.

Alinjo olíu/vinegar karöflu sett // Blomus

Hver er ekki hrifin af karöflum ætlaðar matarolíum í eldhúsinu? það er eitthvað við það að nota þær við eldamennskuna og dekur í eldhúsinu. Alinjo karöflur heilla mig einstaklega mikið og myndu klárlega njóta sín á eldhúsbekknum við öll tækifæri.

Varan fæst í Snúrunni

Lie Gourmet Salt með pipar & timían skarlottulauk

Þú veist að þú ert orðin fullorðin þegar krydd og sölt eru orðin tilhlökkunarefni og umræðuefni í eldhúsinu. Þetta salt á að fara vel með kjöti, fisk og pastaréttum ásamt mörgu öðru!

Þetta salt fann ég í Snúrunni

Flavo ilmkerti lavender

Að kveikja í ilmkerti í eldhúsinu eftir þrif er örugglega ein af bestu tilfinningum sem ég veit um þegar kemur að heimilisverkunum heima. Það er eitthvað við það að vera með góða lykt eftir að allt er orðið hreint og býr til ótrúlega huggulega stemmingu.

Ilmkertið fæst einnig í Snúrunni

Ofnhanski- múmínmömmu dreymir

Ég verð að viðurkenna að þegar það kemur að þessum vörum á ég erfitt með að kaupa ekki meira en ég ætla mér og nú er ég ekki að ýkja haha! Múmínmamma er án efa einn af mínum uppáhalds karakterum í þessum yndislegu seríum og finnst mér þessi ofnhanski einum of krúttlegur til þess að eiga ekki.

Ofnhanskinn fæst t.d. í Líf og list Smáralind

SPLASH karafla – Rose dust

Vatnskaraflan SPLASH frá Blomus er örugglega efst á þessum óskalista verð ég að viðurkenna. Hönnunin á karöfluni er klárlega það sem heillaði mig hvað mest þegar ég var að renna yfir úrvalið á heimasíðunni. Liturinn sem greip augað var Rose Dust en ég var líka mjög hrifin af litnum á myndini fyrir ofan.

Vatnskaraflan fæst í Snúrunni

Skjalm P marmarabakki

Verður maður ekki að eiga minnsta kosti einn svona einstakan marmarabakka eða álíka fyrir fín matarboð eða bara sem skraut inn í stofu? ég get alveg vel séð fyrir mér bera fram alls konar tapas rétti á þessum bakka og alls konar skemmtilegt. Ég er allavega klárlega alveg hugfangin af þessari vöru og get ekki beðið eftir að gera hana að nýrri viðbót í eldhúsið.

Marmarabakkinn fæst að sjálfsögðu líka í Snúrunni

*Þessi færsla er ekki kostuð*

Ykkar Íris

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s