Tvö strik á priki og lífið breyttist

Ég sit inn í stofu og er að gæða mér á Rísegginu mínu frá Freyju á meðan ég er að skrifa þessa færslu en ég ákvað að gefa mér tíma í rólegheitunum til þess að dunda mér við hana í fríinu. Mér langaði nefnilega til þess að deila með ykkur ferðalaginu okkar mæðgna á þessari fyrstu meðgöngu minni. Hér mun ég ræða fallegu hliðarnar og líka þessar sem eru ekkert alltaf vinsælar af því jú meðgangan á alltaf að vera ”dans á rósum”.

Fyrstu

12 vikurnar

Ætli ég hafi ekki verið rúmlega gengin fimm vikur á leið þegar ég tók óléttuprófin. En ógurlega mikil ógleði ríkti yfir frá viku 6 til viku 16 á fyrsta hlutanum og byrjun annars hluta var mér líka mjög erfið. Ég gat nánast engu haldið niðri og geðheilsan mín fékk svo aldeilis að finna fyrir því á sama tíma. Tölum nú ekki um það hvað ég missti mikið úr skóla en á einhvern hátt tókst mér að ná öllu á þeirri önn og leyfi ég mér að segja að ég er mjög stolt af mér fyrir það þrátt fyrir erfiðar aðstæður!

Enn sem betur fer hvarf ógleðin fljótlega eftir viku 16 og ég gat byrjað að fara út aftur og vera innan um fólk án þess að þurfa að skreppa á klósettið á korters fresti haha! Mikil gleði ríkti þrátt fyrir það á heimilinu og endalaus spenna fyrir komandi tímum.

****

Vika 13 – 28

Annar hluti byrjaði mjög vel en þá var ógleðin farin og geðheilsan komin á betra ról. Bumban byrjaði að myndast og sterkari tengsl mynduðust þar sem ég gat einbeitt mér að því að njóta þess að vera ólétt. Ég byrjaði annan hluta á því að leita mér sálfræðiaðstoðar hjá Heilsugæslunni minni til þess að vinna úr vanlíðan minni sem kom á fyrstu 16 vikunum. Ég vil minna alla á það í leiðinni að allar óléttar konur eiga rétt á sálfræðiaðstoð hjá sinni Heilsugæslu í ferlinu og vil ég hvetja allar til þess að notfæra sér þá þjónustu.

Þegar 20 vika gekk í garð fengum við að vita kynið og héldum kynjaveislu fyrir nánustu ættingja og vini. Við létum baka fyrir okkur kynjaköku frá Bakarameistaranum en það kom í ljós að við eigum von á einni lítilli dekurdós eða stelpu.

*****

Við Arnór minn skelltum okkur líka til Glasgow í litla Babymoon eða frí áður en barnið kæmi en það kemur önnur færsla um það seinna!

Vika 29 – 40

Síðustu vikur hafa verið alveg hreint yndislegar en ég er gengin 31 viku á leið og hef notið mín hvern einansta dag á einn eða annan hátt. Ég er að vissu komin með svolítið stóra og fallega bumbu og allt orðið mun erfiðara en ég passa vel upp á mataræðið, járnið og hreyfinguna mína alla daga. Mér finnst nefnilega tíminn líða svo hratt en ætli það sé ekki bara jákvætt?

****

Dagarnir mínir snúast núna aðallega um að læra vel og undirbúa mig fyrir lokaprófin í Maí en ég tók þá ákvörðun í Desember að byrja í fjarnámi og ljúka þessari önn á þann máta. Nánast hvert kvöld fer ég í bað þar sem þau hjálpa mér að sofa betur á nóttinni og gera beinverkina sem ég fæ stundum aðeins bærilegri.

****

Takk fyrir að lesa og gleðilega páska!

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s