Mama go to outfits

H&M Linen blend

Einn af fyrstu hlutunum sem mér byrjaði að hlakka til stuttu eftir að ég komst að því ég væri ólétt var að kaupa mér falleg meðgönguföt fyrir vorið sem mér gæti liðið vel í og geislað í á góðum dögum. Þessir tveir kjólar eru keyptir í H&M á Íslandi en fyrri er ekkert sérstaklega hannaður fyrir óléttar konur en passar samt fullkomlega á mig, komin rúmar þrjátíu vikur á leið! Ég mun því koma til með að nota hann þvílíkt eftir að ég verð búin að eiga.

Sumarlegur og sætur!

Kjóllinn hentar vel fyrir öll tilefni, í afmælið, á heitum sumardögum og sem fallegan léttan stússkjól. Mér finnst kjóllinn einstaklega fallegur en hann nýtur sín best á björtum dögum.

MAMA dress with smocking

Hinn fullkomni hversdagskjóll fyrir þær sem eru oft á ferðinni og vilja klæðast fögrum léttum kjól sem hentar vel í vinnuna, skólann og bara hvar sem er. Þennan kjól hef ég notað óspart en hann er gerður úr mjög teygjanlegu og þægilegu efni sem gerir það að verkum að ég er aldrei að kafna í honum undir neinum kringumstæðum. Mér þykir munstrið á kjólnum vera litríkt og mjög skemmtilegur.

Á meðgönguni skiptir máli að líða vel í eigin skinni ásamt öðrum mikilvægum þáttum. Að finna mér falleg föt sem mér finnst ég falleg í með litlu sætu bumbuna mína hefur verið mjög ofarlega á forgangslistanum mínum þegar ég ætla að huga að sjálfri mér á meðgöngunni.

*Þessi færsla er ekki kostuð*

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s